föstudagur, mars 26, 2004

Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur ljóti maðurinn og tekur þig!

Hversu oft hefur maður ekki heyrt hóta litlum börnum með þessum hætti til þess að fá þau til að borða matinn sinn, klæða sig eða til að hlíða bara.
Þó að litlu börnin séu orðin stór eru þau ekki laus við þessar hótanir. Þó að jafnvel séu þeir sem hóta þeim jafnaldrar.
Hótanirnar hafa kannski örlítð breyst svona í takt við tímann.
Nú útleggjast hótanir á þennan hátt:
Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur DV!
Já fólk er farið að nota þetta mikið þegar það er ósátt við eithvað.
Ég kynnist því einmitt mikið að fólk sé ósátt við ýmislegt í vinnunni minni, þar sem eins og áður hefur komið fram ég tek á móti fólki er ósátt við það að borga sektir. Fólk er farið að nota þetta svo mikið þegar það er að hóta mér.
Alveg magnað. Enn sem komið er hefur enginn látið verða að því að hafa samband við DV og segja hryllingssögu sína af fyrirtækinu sem ég vinn hjá. En ég bíð spennt!
Pointið er að mér finnst svo fyndið að fólk sé búið að setja DV sem einhverja myngervingu af "ljóta kallinum".



Engin ummæli: