Jæja þá er ég búin að laga til hérna á síðunni. Búin að koma linkunum í stafrófsröð og sonna. Svo bætti ég við link á hana Systu sem er að feta sín fyrstu spor í bloggheiminum. Það eru allir að skipta yfir í blogdriver núna. Ég er búin að taka ákvörðun um það að vera ekkert að flækja þetta fyrir fólki og halda mig bara við blogger. Hann er ágætur.
Það er nú ekki oft sem ég tala um vinnuna mína hérna... enda reyni ég helst að gleima öllu sem gerist hérna alveg um leið.... Trúið mér, ég væri annars langt leyddur fíkniefnaneytandi að reyna að komast í burtu frá veruleikanum. En í dag ætla ég að bregða út af vananum.
Fyrir þá sem ekki vita þá felst starf mitt mikið til í því að svara pirruðu fólki sem hefur fengið ,,stöðumælasektir" á plebba máli en heita í raun aukastöðugjöld eða stöðubrotsgjöld. Ekki það að ég skilji alveg að fólk verði pirrað á þessu... það getur bara stundum verið svolítið lýjandi að vera endalaust að taka á móti fólki sem hagar sér eins og umskiptingar. Því ég held nú að þetta fólk sé oftar en ekki hið bara hið besta fólk, en sleppir sér kannski pínu.
Í dag komu tveir menn inn. Annar byrjaði eithvað að röfla og ég svara honum eftir ákveðinni tækni sem ég er búin að temja mér. Náttúrulega komin með mikla reynslu í þessu. Hann röflar og röflar... og ég hugsa ohh, enn einn brjálæðingurinn. Svo allt í einu þagnar maðurinn og byrjar að glotta... Ég náttúrulega vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hann tók svo upp skjalatösku sem var merkt Lögreglunni. Þá var þetta lögreglumaður sem var hingað kominn til að kaupa bílastæðakort, en ákvað að stríða mér pínulítið og athuga hversu mikið ég þoldi! Hann sagði mér að ég hafi staðist þessa prófraun með ágætum. Já maður lendir í ýmsu hérna, líklega eins og lögreglan. Það er svo gaman af þessum löggum! Alltaf stutt í djókið. Ég var allavega mikið fegin að þetta var ekki í alvöru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli