miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Það er víst kominn tími á að ég skrifi á þetta blessaða blogg mitt.
Það gekk nú ekkert of vel með Malmö háskóla.. en í fyrstu umferð var ég númer 28 og það eru 22 sem komast inn... sem sagt þá er ég nr. 6 á listanum. Ég fæ að heyra frá þeim aftur 9. ágúst. Eftir þessi vonbrigði þá stólaði ég á Hróaskeldu að hleypa mér inn í skólann. En á föstudaginn kom bréf til mín og í því stóð að mér hefði ekki verið veitt skólavist hjá þeim. Ég varð mjög svekkt. Fór bara MJÖG snemma að sofa á föstudaginn því ég var eithvað svo pirruð á þessu stressi. Næstum allri helginni eyddi ég í það að finna út úr því hvað ég gæti gert, hvað ég gæti sótt um í staðin o.s.frv. ég var búin að finna mjög áhugavert nám í CBS(Caupenhagen business school) en þá kom babb í bátinn. Ég var búin að pakka niður afrtitunum af einkunnunum mínum ofan í kassa og sá kassi var lengst inn í bílskúr... undir allri búslóðinni okkar! Great! og MK lokaður vegna sumarfría. Ég í panik kasti hringdi út um allt og í alla! Hvað á ég að gera? Þá datt mér það snjallræði í hug að hringja í Hróaskeldu ig biðja þá um að senda mér einkunirnar til baka. Ég hringdi og bar upp ósk mína. Sú sem ég talaði við bað mig um að gefa upp kennitölu. Þá sá hún það að ég hefði verið tekin inn í skólann! Ég alveg gáttuð! Er det rigitigt! Þá var bara bréf á leiðinni til mín! Vá hvað ég varð ekkert smá glöð! Ég var alveg mjög hallærisleg og sagði öll hallærislegu upphrópunar orð í dönsku. Hva cool! Tak! super! oj hvað ég var halló! Alla vega þá er ég komin inn í RUC, international basic sudies programme. Ég er búin að flytja flest mitt dót út. Ég er bara með eina stóra ferðatösku hérna hjá mér. Ég bý hjá Rafnari þangað til ég fer út þann 16. ágúst:) Þá flyt ég á Hollænderdybet 20 á Amager. Ekki skemmtó? Hí hí
Nú líður mér alla vega soldið betur í sálinni því ég veit að ég er örugg þarna inni. Það er ógeð að vita ekkert hvað maður er að fara að gera. Ég verð að hafa að minnsta kosti hálfs árs plan!
Allt er gott sem endar vel

Engin ummæli: