sunnudagur, ágúst 08, 2004

Great!
Akkúrat þegar ég er komin í frí, þá verð ég veik. Ég er svoleiðis búin að engjast sundur og saman af magaverkjum. Hef valla getað hreyft mig. Ég sem ætlaði að nota tímann svo vel og gera alls konar skemmtó. Í nótt þá leið mér svo illa að ég gat engan vegin sofið og var alltaf að snúa mér og vera brussa.... eins og Bramingegade vinkonur mínar þekkja best.... þá getur orðið ansi mikill hamagangur hjá mér á nóttunni. Alla vega þá endaði þetta með því að hann Rafnar gafst upp á mér og fór að sofa í rúmi systur hans. Þá loksins gat ég sofnað aðeins. Við sofum náttúrulega í OF litlu rúmi og erum alltaf í kremju.
Ég fór svo áðan á læknavaktina. Þetta eru s.s. einhverjar magabólgur og nú er ég búin að fá lyf við þessu svo að þetta ætti að fara að lagast. vonandi verður næsta nótt betri.

Engin ummæli: