föstudagur, október 07, 2005

Ég sem hélt að ég mundi verða rosalega dugleg að blogga eftir að við fengum internet. Nei svo hefur ekki verið. Ég er vægast sagt búin að vera upptekin. Það er búið að vera nóg að lesa alla vikuna. Um helgina voru Baldur og félagar hjá okkur. Við vorum ekkert allt of dugleg að gera alls konar með þeim út af önnum, en við fórum á rosa skemmtilegt djamm á laugardaginn. Byrjaði á því að fara til Tinnu og Guðrúnar og svo var haldið á Vega. Það var náttúrulega killer stemmning á staðnum og allir fóru glaðir heim. Svo var það bara lesa lesa lesa, já og á þriðjudaginn buðu Baldur og Crew okkur svo út að borða. Mongolian Barbeque varð fyrir valinu ... og húrra fyrir Mongolian Barbeque! Geysilega góður matur! hef aldrei prófað neitt þessu líkt. Mæli með þessu.
Nú er ég byrjuð í heimaprófi svo að ég verð heima alla næstu viku að vinna að því að svara prófspurningum. Nú er ég dauðþreytt svo ég skrifa bara eithvað skemmtilegt á sunnudaginn. Er ekki í miklu stuði til að skrifa núna...

Engin ummæli: