miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ég er búin að vera að reyna að komast í að blogga undanfarna daga. Það hefur bara ekki gengið neitt voðalega vel, því sumir sem ég þekki eru mmeð tölvusýki... það þýðir að það er ekkert auðvelt að komast að í tölvuna. En nú er ein tölva í vibót komin á heimilið, þá ætti þetta að verða betra. Það er ein tölva á mann hérna hjá okkur, við erum 5.
Ég er var að fá mér nýtt hjól í fyrradag. Svart fallegt ömmuhjól með körfu. Ekkert smá ánægð með það. Ég keypti það í stórmarkaði hérna rétt hjá í Kvickly. Frekar skrítið að fara með heilt hjól á kassan....
Ég er rosa glöð yfir að vera komin með nýtt hjól! Laus við gamla beyglaða hjólið mitt! :)
Það er bara búið að vera vetrarveður hérna í Kaupmannahöfn. Við erum mikið búin að hlægja af þeim því þeir taka þessu svo alvarlega. Á laugardaginn var allt í panik hérna og fólk varað við að fara út í "óveðrið" sem var á okkar mælikvarða bara smá veður.
Allt er komið á gott skrið í skólanum. Ég er í frábærum hóp. Notaði söu taktík í ár og á síðustu önn. Valdi mér góðan hóp, en stóri plúsinn er að ég er líka að vinna drauma verkefnið mitt.
Prófesorarnir sem ég er með núna eru soldið venjulegri en þeir sem ég var með í fyrra.... maður veit nú samt aldrei, þeir gætu komið manni á óvart:)
Hef ekki tíma til að skrifa meira í bili.
Skrifa fljótt aftur

Engin ummæli: