Halló halló! Lítið að frétta af mér svo sem. Vikan er búin að fara í verkefnavinnu.
Annars var föstudagurinn alveg mjög skemmtilegur. Á leiðinn heim eftir erfiðan dag verkefnislega séð hringdi síminn og þá var það hún Eva Ruza að boða komu sína til Baunalands. Það verður sko fjör á stöllum.
Þegar ég kom heim þá litaði mamma á mér hárið.. loksins! Hún hefur ekki haft tíma til þess svo lengi vegna þess að hún var að klára verkefni og þess vegna var ég komin með rót niður á hæla! Svo fengum við okkur Massimo pizzu...bestu pizzur í heimi og svo fór ég í Tivoli. Tivoli er best! Ég keypti mér árskort og ég ætla að fara í hverri viku! Ég fór í fyrsta skipti í nýja stóra stóra rússíbanann og það var svo geðveikt! Ég ætlaði ekki að þora, en það var svo geðveikt.
Nú er hann Rafnar minn akkúrat að klára síðasta prófið sitt og á morgun fer hann að vinna á Dingaling ísbíl! Örugglega drauma vinnan hans, ískallsins. Hann mun keyra um allt land og selja ís á bæjum og þorpum.
En nú ætla ég að fara að búa mig, er að fara á karnival í Fælledparken. Dansa salsa og afró dansa og alls konar! Gaman gaman! Vor í Kaupmannahöfn er best!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli