Það er laugardagskvöld og ég er bara heima. Ég hef ekki haft neitt að gera svo sem svo ég skellti bara Notthing Hill í DVDarann og glápti. Eftir það ákvað ég svo að kíkja aðeins á ruv síðuna eins og ég geri svo oft til að kíkja á einhverja íslenska þætti. Ég sá að Laugardagskvöld með Gilla pilla var kominn inn svo ég ákvað að kíkja aðeins á það.... Herre Gud! hvað gaurinn er ógeðslega pirrandi. Fyrst var viðtal við Jón Ásgeir og hann spurði hann spurninga eins og: ertu ekki með minnimáttakennd af því að við erum svona lítil þjóð?, er þetta bara einhver bóla? Eigum við eftir að leggja undir okkur heiminn.... svo hélt þátturinn áfram og Gilli pilli talaði við fleiri viðskiptajöfra sem eru að gera það gott í Bretlandi... m.a. Bakkavarar(Bakkavör) bræður, gaur frá FL group... (Iceland air) og fleiri og alltaf alltaf alltaf spurði hann sömu asnalegu spurninganna og fékk þess vegna fullt af mjög líkum svörum. Samt lét hann þessa viðskiptaplebba vaða áfram. Svo kom að menningarlegu innslagi þáttarins. Védís Hervör spilaði og söng fallegt lag eftir sjálfa sig, eftir að hún var búin að syngja tók hann síðan viðtal við hana... en hún fékk valla að ljúka einni setningu því hann varð að flýta sér að ná að tala við fleiri stórkalla! Ég var næstum því búin að kasta einhverju í tölvuna! Enn og aftur segi ég hann er svo pirrandi! Hann hélt áfram að tala við þessa stórkalla og svo kom annað menningarlegt innslag....Mugison... enn og aftur mjög stutt... en það er kannski alveg sanngjarnt því hann er nýbúinn að vera í þættinum hjá honum. Nú get ég alveg skilið að þessi þáttur átti kannski aðallega að fjalla um þessa viðskiptajöfra sem eru að gera það svo gott þarna úti, en þurfti hann endilega að spurja alla gauranna að því sama? Fyrst hann vildi á annað borð koma með menningarleg innslög í þáttinn (sem mér by the way fannst vera það eina sem var varið í í þættinum) þá hefði hann alveg mátt gera það almennilega. Ég skil ekki alveg af hverju ég horfi á þessa þætti.... en maður er kannski svolítið að reyna að fylgjast með því sem er í gangi í Íslandi svo að maður verði ekki alveg utangátta þegar maður loksins kemur heim.
Ég verð að tala aðeins um þáttinn hanns sem var um daginn frá Kaupmannahöfn. Vá hvað það var pínlegt að horfa á þennan þátt!!! Ég vona bara að ekki nokkur íslenskumælandi Dani hafi séð þennan þátt. Fattiði tilfinninguna að skammast sín fyrir einhvern? Já þannig var tilfinning mín. Það var svo rosaleg þjóðremba í gangi í þessum þætti. Íslendingar eru svo duglegir að vinna, þeir eru bara farnir að taka yfir hérna í Danmörku. Danir eru svo latir! Við erum einfaldlega svo mikið betri en þeir! Hlutirnir gerast svo hægt! Að vissu leiti er margt til í þessu. Hlutirnir gerast hægar hérna, Danir eru með styttri vinnuviku en Íslendingar og vinna ekki mikla yfirvinnu eins og Íslendingar gera, þeir þurfa langan tíma til að skipuleggja allt. En ef við stöldrum aðeins við og hugsum okkur um..... er það eithvað verra? Fólk hér hefur mikið meiri tíma fyir fjölskylduna, fólk leggur mikið upp úr því að hafa það huggulegt og gera eithvað skemmtilegt. Ég get bara ekki ímyndað mér annað en að fólki líði betur hérna þó að það geti ekki keypt stórt einbýlishús og jeppa. Mér fanns bara einum of mikil remba í þessum þætti. Gilli pilli, chillil chillli!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli