fimmtudagur, mars 03, 2005

SVÍÞJÓÐ:FERÐASAGA
Við Rafnar skelltum okkur til Svíþjóðar í dag til þess að kíkja á opið hús hjá háskólanum í Malmö.
Ég var búin að hlakka svo rosalega til því ég hafði aldrei komið til Svíþjóðar. Ég var eins og smákrakki á leiðinni.... fannst svo fyndið að geta bara farið upp í lest í smá stund og vera komin í eithvað annað land eftir bara nokkrar mínútur.
Við vorum nú ekki lengi að finna skólann og byrjuðum á því að ráfa um húsið og reyna að átta okkur á svona hvernig landið lá, þá kom einhver voða næs stúlka upp að mér og bauð mér hjálp. Hún kynnti mig fyrir prófessor sem sér eithvað um námið sem ég ætla að sækja um. Hann spjallaði við mig svolitla stund, ég sagði honum frá hvaðan ég kom og hvað ég væri að læra í Hróaskeldu o.s.frv. og svo var hann, ásamt annari konu akkúrat með fyrirlestur um þetta nám 10 mín. seinna. Sá fyrirlestur fór fram á sænsku og ég mátti hafa mig alla við til þess að skilja hvað þau voru að segja... svo voru þau alltaf að spurja mig um eithvað... hvenrnig sumt væri í Hróaskeldu og þá átti ég að segja öllum frá því og eithvað. Þetta var mjög áhugavert. Eftir fyrirlesturinn þá flýttum við okkur að labba niður í bæ til að finna okkur eithvað að borða. Vá hvað ég hef valla lent í því að verða eins svöng. Burger King reddaði því! Svo skelltum við okkur í 2 súpermarkaði því það er eitt af því skemmtilegasta sem eg geri þegar ég fer til útlanda... við keyptum svolítið inn af dóti sem fæst ekki í Danmörku... alla vega ekki hérna í Netto og eins og t.d. piparsósu og rautt Extra. Ég keypti mér síðan eina skyrtu í HogM. Við röltum síðan aðeins um og tókum lestina heim og komum akkúrat í kvöldmatinn.

Engin ummæli: