fimmtudagur, september 29, 2005

Við erum komin með internet!
Það er ekkert smá gaman að vera loksins komin í samband við umheiminn.
Ég hef víst verið klukkuð tvisvar... ég er svona rétta að ná þessum eltingaleik... hér koma 5 atriði um mig:


1)Ég hugsa á alls konar tungumálum. Stundum hugsa ég á ensku, stundum á dönsku, yfirleitt þó á íslensku. Spænskan poppar líka stundum upp í huga mér.
Mér verður það líka stundum á að segja eithvað á röngu tungumáli. Nota allt í einu eithvað danskt orð inn í setningu á íslensku. Þetta er nú kannski ekkert svo skrítið því að ég nota mörg tungumál. Ég vakna á morgnanna og tala við Rafnar í Íslensku, fer í skólann og tala á ensku, tala við fólkið í frímínútum á dönsksænskensku... mjög sérstakt tungumál..Þau tala við mig á sænsku og ég svara svo til baka á þessu tungumálli sem ég hef þróað.... og svo hitti ég eða tala við Anne Marie, eða fer í búð eða tala við einvherja af dösnku vinum mínum.. þá tala ég dönsku.


2)Ég er stundum hrædd við að kíkja á heimabankann minn. Ég veit ekki hvort að það séu fleiri sem kannast við þetta, en þegar maður veit að það lítur ekki allt of vel þar, þá er maður hálf smeikur við að fá að vita sannleikann.


3)Mér finnst vanillulykt góð. Ég er alltaf með vanillukerti hema hjá mér. Ég bý rétt hjá IKEA og það er ekki langt að fara til að fá góð vanillukerti á góðu verði.


4)Ég hef ekkert sérstaklega gaman af ævintýrum. Ég hef alltaf verið rosalega raunsæ manneskja. Meira að segja þegar ég var lítil. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að lesa ævintýrabækur. Ég hef ekki lesið neina Harry Potter bók og ég hef ekki einu sinni áhuga á því. Já ég veit Malla... shocking!

5)Ég held upp á mjög sérstaka hluti. Ég er tiltölulega nýbúin að fá mér nýjan kodda. En ég held að ég hafi verið 4 ára þegar ég fékk koddann sem ég notaði þangað til. Það er valla hægt að kalla þetta kodda... þetta er kannski meira eins og svæfill.
Annað sem hefur fylgt mér í mörg mörg ár er lítill fílsungi. Afi minn gaf mér einu sinni ljósakrónu, í ljósakrónunni hékk bangsafílamamma og lítill bangsafílsungi. Ég hef þvælst út um allt með þetta lilta dýr. Aldrei verið manneskjan sem sefur með bangsa eða eithvað slíkt, en litli fíllinn hefur bara alltaf fylgt mér samt sem áður. Nú situr hann hérna á skrifborðinu hjá mér.

Þetta voru nú svona 5 ómerkileg atriði um mig.
Annars er allt gott að frétta af mér. Ég hef vægast sagt haft nóg að gera undanfarið í skólanum. Af er sem áður var... no mercy, það eru bara 100 bls. í það minnsta á dag plýs ritgerðarsmíð svo að það er ekki mikill tími til að leika. Svo les maður síðuna hjá Guðrúnu og þær eru alltaf að leika og gera eithvað skemmtó. Ég kvarta samt ekki, því að þetta er alveg ljómandi skemmtilegt og ég nýt þess frekar en hitt að hafa nóg að gera.
Ég var reyndar að koma úr matarboði í Svðíþjóð. Hún Mimmi, úr skólanum mínum, vildi endilega að ég fengi að smakka alvöru sænskar kjötbollur svo hún hélt kjötbolluboð fyrir mig og nokkra aðra úr skólanum. Kvöldmaturinn minn var s.s. Sænskar kjötbollur, kartöflumús, rjómasósa og sulta. Alveg ágætismatur... ekkert mikið öðruvísi en matur sem maður fær heima á Íslandi. Það er nú bara ekkert smá hvað þessir
Svíar í kring um mig tala mikið um kjötbollur.
Ég er búin að vera hálfslöpp undanfarið. Fór á Aarsfest hjá RUC á föstudaginn.... þetta er svona 8000 manna partí sem er mestan part úti, eða í tjöldum og daginn eftir varð ég bara hálflasin. En ég er nú alveg öll að koma til.
Nú ætla ég að vera duglega að láta ykkur vita af mér. Mig langar til að breyta aðeins til hérna... einhvern tíman þegar ég er ekki alveg að kafna úr lestri. Klipp og stríp á morgun á Street Cut.. get ekki beðið.
Segi ykkur frá því á morgun.
Farvel

P.S. KLUKK ERNA BERGÞÓRA !

Engin ummæli: