Stuttu eftir að ég kom hingað út fór ég í bankann til að opna reikning og reyndi að fá Dankort... en maður getur t.d. ekki borgað í Netto með íslensku visakorti svo að Dankort er í raun og veru nauðsyn. Þjónustufulltrúagerpið afgreiddi mig á 1 mínútu og það var sko ekki séns að ég gæti fengið debetkort! í staðin fékk ég hraðbankakort, sem ég aldrei aktíveraði. Hún var algjör trunta og nennti ekki að kenna mér á neitt, en það er alveg slatti að læra á danskt bankakerfi því að það er allt öðruvísi en það er á Íslandi.
Alla vega þá fór ég í annað útibú og pantaði tíma hjá ofur súper dúper nice þjónustufulltrúa honum Christian félaga. Það var nú minnsta málið fyrir mig að fá visa kort hjá honum og ef okkur vantar yfirdráttaheimild þá er bara að hafa samband. Hann var svoleiðis algjör andstæða við þessa kellingatruntu Við Rafnar löbbuðum sko út efitir 45 mínútur með bros á vör. Ég búin að fá VISA Dankort, allar mánaðargreislur komnar í greiðsluþjónustu. ég var svo ropsalega hissa því að maður er bara eiginlega orðin vanur því að fá ekki almennilega þjónustu hérna í Danmörku. Mér fannst þetta alla vega þess vert að skrifa um.
Ég er í mini haustfríi núna. Ég var að klára heimapróf á mánudaginn og það er ekki fyrirlestur fyr en á föstudaginn. Það er svo góð tilfynning að vera búin bara með kúrsinn sem ég var í. Nú þarf ég ekki að hugsa um það meira, Nú byrja ég bara í nýjum kúrsi og tek svo próf úr honum eftir 3 vikur. Það er svolítið þægilegt að dreifa prófaálaginu svona. Maður vinnur mikið jafnar og betur og hefur alltaf nóg að gera.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli