Ég held að það sé kominn tími til að heimsækja blogger gamla!
Eins og má kannski lesa út úr bloggleysinu hjá mér þá hefur verið mikið að gera hjá mér. Ég fór til Belgíu um þarsíðustu helgi, það var rosalega fínt bara. Við náðum að gera allt sem að við ætluðum okkur í sambandi við verkefnið okkar. Reyndum að versla smá, en ef ég á að segja eins og er þá er bara mikið skemmtilegra að versla í Kaupmannahöf, mikllu flottari föt hér... kannski er bara önnur tíska líka í Brussel. Við fórum á einhverja skemmtistaði líka... Living Room, The You, og eithvað fleira sem ég man ekki. Aftur segi ég, þá vil ég heldur Kaupmannahöfn. Það er svo mikið Europop í gangi þarna, ekki minn stíll. Það var samt mjög gaman að upplifa eithvað örðuvísi. í mínum augum er Brussel mikil business borg, ekki ósvipuðð upplifun að koma þangað eins og að koma til Genf. Fullt af fólki með stresstöskur og í jakkafötum.... og svo Congo fólkið. Í flugvélinni, bæði til og frá Brussel voru það við og business fólkið, allir með litlar töskur, allir að fara yfir einhverj skjöl eða lesa Economist eða eithvað og svo við að horfa á Friends og hlæja.
Ég verð að koma með framhald seinna... ég er alveg að krókna úr kudla þar sem ég sit úti í glugga með tölvuna og er að nota netið hjá einhverjum, en netið er búið að liggja niðri í 1 og hálfa viku.....
To be continued
Engin ummæli:
Skrifa ummæli