Busy busy busy!
Það er sko aldeilis stress líf á minni þessa dagana. Það eru bara próf próf próf. Ég á nú reyndar bara 1 kúrs og 1 próf eftir á þessari önn og svo skila ég ritgerð eftir jól.
Þetta er svo mikið og erfitt sem ég er í kvart kvart kvart :) að mér finnst ég stundum bara vera alveg að kafna. Ég er meira að segja farin að upplifa virkilegt prófstress...ég kastaði nú næstum því upp úr stressi fyrir ESB prófið mitt.... ég man þegar ég var í MK og kunni valla að læra fyrir próf.... það gekk allavega ekkert miðað við suma... þá á ég við t.d. Evu Ruzu sem varð alveg óð fyrir próf og glósaði og glósaði og lærði og lærði og skammaði mig fyrir að vera ekki að læra.... Nú læri ég... ég les og les og les.... en samt finnst mér ég ekkert kunna.
Ég er nú samt alveg að komast í gegnum þessa önn.
Það er svo hrikalega langt síðan ég skrifaði síðast svo að ég býst nú bara við því að umferðinn á þessari síðu hafi minkað mikið.
Ég hef voða lítið að blogga um fyrir utan skólann minn, þannig að ég veit ekki hvort að fólk hafi nokkuð gaman af því að lesa þetta. Það sem hefur drifið á daga mína svona fyrir utan námið er t.d. það að mamma mín kom í heimsókn. hún kom færandi hendi með Cherios, harðfisk, nammi og smákökur... Við eyddum mestum tíma í búðum, en það var alveg komið langt síðan ég fór í búðir, það eru svo skemmtilegar búðir í Kaupmannahöfn, þetta er besta borgin til að versla í. Auðvitað fórum við og kíktum á gamla húsið okkar, komum við á gamla pizzustaðnum okkar, Massimo og fórum með pizzu og flödeboller heim og gúffuðum í okkur.
Eftir að mamma fór, tók auðvitað við meiri lestur, próf í ESB og svo eftir prófið fallegt ostakvöld hjá Guðrúnu, það var aldeilis gaman, verst að ég meikaði ekki að fara með henni í bæinn... ég var bara svo þreytt eftir allt. Þetta eru svona highlights of my life these days. Þó að það sé mikið að gera hjá mér í skólanum eins og ég er búin að lýsa svo vel hérna, þá er ekki þar með sagt að mér finnist þetta ekki skemmtilegt. Þetta er alveg mjög spennandi nám, en ég held samt að ég verði alveg mjög fegin að komast í jólafrí 16. des. Svo kem ég til Íslands 19. des, verð fram á 8. jan. Svo kem ég aftur til Íslands í kringum 7. febrúar til að fara í praktík. Ég er ekki ennþá búin að fá praktík pláss... eða hvað maður segir, en ég held að það eigi alveg eftir að reddast. Þá verð ég alveg í 3 vikur á klakanum í febrúar.
Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að hitta allar vinkonur mínar, ég hef svo lítið getað haldið sambandi við alla síðan haust þar sem ég hef haft mikið að gera, það verður alveg frábært að verða svona lengi heima, og hafa líka möguleikann á því að geta stolið bílnum hjá mömmu svona einstaka sinnum, ég er ekki búin að keyra í bíl síðan í ágúst... ætli ég kunni ennþá að keyra bíl????
Ég hlakka til að sjá ykkur öll.... vinir og fjölskylda.
Jæja ég er out!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli