Bara tvær vikur í að ég komi heim! Sjitt maður!
Ég hætti við að fara á Hróaskelduhátíðina til þess að geta komið fyr heim. Ég fer í próf 21. júní og svo fer ég heim 25. júní. þá ætla ég að fljúga heim með tvo litlu frændur mína, 2ja og 4 ára. Það verður væntanlega púl sko! Ég fór í Nuskin partí á síðasta laugardag... eða partí.. veit ekki alveg hvað það kallast, það var bara svona opið hús hjá þeim og músík, tískusýning og tækifæri til að prófa það sem þeir hafa upp á að bjóða. Ég lét mæla í mér andoxunarefnin og ég kom bara nokkuð vel út þar, þrátt fyrir að éta ekki nein fæðubótaefni, vítamín eða lýsi. Maður er bara svo duglegur í grænmetinu og ávöxtunum... eða reynir. Mig langar samt að reyna að fá mér life pack. Þegar ég hætti að borða nammi, þá hef ég efni á að kaupa mér life pack. Það voru alls konar getraunir í gangi þarna á staðnum, og tók ég þátt í einhverjum.. . nei nei haldiði ekki bara að ég hafi unnið í einni. Ég giskaði rétt á hve margar omega 3 pillur voru í blómavasa og fékk gjafabréf á rosalega fínan veitingastað á Vestebro, 4 rétta máltíð og alles bara! Við Rafnar förum einhvern tíman þegar við viljum gleyma því að við séum fátækir námsmenn..... hehe.
Vikan er búin að vera ágæt, ég er búin að vera að reyna að lesa svolítið á Svarta Demantinum, maður verður eithvað að reyna að undirbúa sig fyrir prófið sko.Svo fór ég í TOEFL próf á miðvikudaginn. Úff mér leið eins og ég hafi verið að hlaupa maraþon eftir prófið. Þetta var svo mikil keyrsla, maður rétt náði að krossa í reytina þegar maður þurfti að snúa sér að öðru. Tala nú ekki um hvað mér var mikið mál að pissa hálft prófið, enda var þetta líka margir klukkutímar sem við vorum inni í þessum sal. Hef ekki hugmynd um hvernig gekk, en ég held að fyrri hlutinn hafi gengið mjög vel, veit ekki hvort að seinasti hlutinn hafi gengið eins vel því að maður þurfti að drífa sig svo rosalega mikið. Það var svo svaka fínt koktail partí hjá stelpum úr skólanum á miðvikudagskvöldið... Það voru næstum allir þeir sem ég hangi mest með úr skólanum. Ég tók með mér myndavél og ætla að setja inn myndirnar á eftir. Þá getið þið séð aðeins hvernig fólkið er. Nú ætla ég að fara að hjálpa Sigrúnu að pakka niður. Hún er að fara heim á morgun... hún mun aldrei aftur koma inn í íbúðina í Hollænderdybet, ég þarf svo líka að fara að pakka niður öllu mínu drasli því það er ekki langt í að ég þurfi að fara að flytja út buskann... ekki veit ég hvert. Við ætlum svo að fara út að borða á eftir og Sigrún ætlar að kveðja Kaupmannahöfn í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli