Góðan föstudag! Þetta er orðið að eins konar vikuannáli hérna hjá mér.
Ég er nú voða lítið búin að gera í þessari viku. Aðal málið á dagskrá núna er páskafríið. Sefnan er tekin á Prag. Við Rafnar ætlum að keyra með mömmu og pabba til Prag og skoða okkur um aðeins þar. Það er nú bara eins gott að hótelið sem við verðum á verði betra en hótelið sem ég var á síðast þegar ég var í Prag... manstu Eva Ruza.... Ekki fer ég þangað aftur. Ég er búin að taka að mér að vera túlkur þarna.. enda kann ég alvg heil 4 orð í tékknesku. Vön manneskja sko. Hef verið þarna í 4 daga. Það verður nú gaman að fara aftur þangað því við náðum ekki að skoða neitt voða mikið þegar ég fór með kórnum. Maður fer nú eithvað í búðir... en Prag er náttúrulega París Austur Evrópu.... verðlagið þar náttúrulega bara gott.
Skólinn er bara eins og svona ágætt að gera þar. Ekkert mikið um það að segja. Það verður mikið um dýrðir á Kagsaakollegie á morgun. Það verður sing star partí #2 alltaf gaman að láta eins og hálfviti í sing star.
Það stefnir annars allt í afslöppun í kvöld... aldrei að vita nema að maður kíki í bíó samt eða eithvað... það er svo mikið sem ég á eftir að sjá. Ég er búin að vera frekar léleg að fara í bíó upp á síðkastið.
Ég var að heyra danska Euovision lagið áðan... og mér leist bara nokkuð vel á það. Frekar svona týpískt danskt Eurovision lag. Hlakka til að heyra framlag Íslands, Selma bara á leiðinni aftur. Ég held að það sé bara ágætt.
Njótið helgarinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli