föstudagur, febrúar 18, 2005

Góður föstudagur!
Þetta er búið að vera mjög góður dagur hjá mér. Ég vaknaði bara þegar ég vaknaði kl.hálftíu og fór fram úr og við tókum aðeins til og þrifum, það er svo notalegt að hafa fínt hjá sér um helgar. Svo fór ég á nýja hjólinu mínu :) niður í bæ og hitti hana Anne Marie. Við fórum og röltum á Strikinu og skoðuðum í búðir þangað til mér var orðið illt í bakinu. Ég var einmitt að rifja upp áðan þegar við vorum í Kaupmannahöfn stelpurnar að vinna í póstinum. Þá fór ég einhvern tíman og verslaði fyrir held ég 60.000 kr á tveimur dögum. Það var svo ógeðslega gaman! Ég hefði alveg getað gert það núna í dag því ég sá helling af flottum vor og sumar fötum. Búðirnareru fullar af nýjum sumarvörum. Æ hvað ég get ekki beðið eftir sumrinu. Það er nú bara mánuður í vorið hérna hjá mér. Eftir þetta blessaða búðaráp settumst við inn á kaffihús og kjöftuðum, svo lá leiðin heim og ég var að enda við að borða dejlig pizza frá honum Massimo félaga.
Pabbi á afmæli á morgun svo að það verður smá matarboð hérna, eftir það ætla ég að kíkja til Guðnýjar því hún á afmæli á sunnudaginn og ætlar eithvað að fagna því.
Það er ennþá vetrarlegt hérna í Kaupmannahöfn. Það á víst að vera svona alla næstu viku líka. Þetta er þó ekki verra en það að maður getur vel hjólað út um allt á nokkura vandkvæða. Ég vona að helgin verði ykkur ánægileg.
Toget körer ikke videre....
Góðar stundir

Engin ummæli: