miðvikudagur, september 14, 2005

Ég sit hérna á kaffihúsi á Gothesgade, café Mojo. við erum ekki ennþá komin með internet svo að maður verður bara að redda sér svona. Það er nú bara nokkuð huggulegt samt að sitja hérna og vera á netinu.
Lífið gengur sinn vanagang hérna í Skandínavíu... ég kem svo víða við núna, er bara næstum því búin að leggja undir mig Skandínavíu. Skólinn er bara mjög fínn. Allt öðruvísi en Hróaskelda, en það eru alveg svakalega fínir kennarar. Ég held að við séum eithvað um 50 eða 60 í bekknum svo að að eru ekki svo margir. Kennararnir hafa flestir verið með í því að stofna þetta prógram og er því mjög ant um þetta og maður finnur á þeim að þeir reyna að gera allt fyrir okkur, vinna rosalega mikið með okkur. Þeir ná einhvern veginn að keyra upp metnaðinn hjá öllum, veit ekki alveg hvort að þið skiljið hvað ég á við. en auðvitað eru þarna nokkrir í hópnum sem ég er búin að pikka út sem eru bara í skólanum til að fá VISA, það er gott að búa í Svíþjóð, en þeir eru ekkert svo áhugasamir að læra mikið. Maður passar sig bara að vinna ekki verkefni með þeim. Ég kynntist norskri stelpu fyrsta daginn, henni Pernille og við erum búnar að ákveða að vinna saman verkefni alla önnina. Það var partí í skólanum í síðustu viku, þá hitti 2 Íslendinga, hana Þórhildi frá Akureyri og Smára frá Vestmannaeyjum, þau eru bæði í skiptinámi. Það eru nú alveg örugglega fleiri Íslendingar þarna, þetta er svo stór skóli, ég held að það séu 20.000 manns í honum.
Ég hef nú kannski ekki átt mikið líf fyrir utan skólann hingað til, það á allavega hug minn allan. Mér finnst þetta spennandi. Ég á mér samt sem áður eithvað líf fyrir utan skólann. Við Rafnar vorum að byrja í badminton með Tinnu og félögum, ég er nú alveg skítléleg, alla vega núna... en ég verð nú ekki lengi að pikka upp taktana.
Síðasta helgi var nú bara ansi fjörug hjá okkur. Vinir hans Rafnars komu frá Svíþjóð, Helgi, Halli, Helga og fleiri og við í Christaniu og svo fórum við alveg heill hópur út að borða á Jensens. Það var mjög huggulegt. Röltum svo eithvað um bæinn og settumst inn á Hvids vinstue. Halli og Helga gistu svo hjá okkur og Viðar og Helgi komu svo í morgunmat til okkar sem stóð örugglega í 3 -4 tíma... Þetta var bara alveg ljómandi góð helgi, ég vil bara segja takk fyrir.. ef einhver af ykkur les þetta.
Nú er styttist bara í það að ég fái nýjan nágranna.... svo vill svo til að þessi nýji granni á sama afmælisdag og ég... það er eithvað með okkur... eins og við höfum konnektað svona á fæðingadeildinni. Það verður rosa stuð að fá Guðrúnu Öspina hingað. Hlakka til að sjá þig gera alls konar skemmtilegt social með þér og Tinnu,,,, þið verðið að hafa "herfuna" með ( Tinna ;) hehe )
Jæja, ætli ég fari ekki að ljúka þessu í bili... Ég vona að ég fái bráðum internet heima... þá get ég breytt lúkkinu á síðunni... og nenni þá kannski að bæti við tenglum... ég er með helling af nýjum tenglum í handraðanum.
Alla vega verið dugleg að kommenta, ég verð kannski þá dugleg að fara á kaffihús að blogga....
Hej då

Engin ummæli: