Ég er þáttafíkill!
Frá því ég var heima í janúar hefur þessi fíkn verið að myndast hjá mér. Þetta byrjaði allt saman með því að ég fékk tvær seríur af Nip tuck hjá Möllu. Nip tuck er náttúrulega bara snilldarþættir og kláraði ég 2 seríur á 2 vikum. nú bíð ég eftir 3. seríu, en hún fer í loftið í USA í september. Þegar ég kom út byrjaði ég að fylgjast með One Tree Hill. Ég var byrjuð að fylgjast með þeim þætti aðeins fyrir jól, en ég varð einhvern veginn ákafari að fylgjast með og passaði upp á það að missa ekki af neinum þætti. Það er verið að sýna aðra seríu af O.C. núna og auðvitað fylgist ég með því. Desperate Housewifes komu síðan sterkar inn hjá mér. Alveg hreint snilld! Ekki gleymi ég nú heldur Scandinavia next top model og Joey. Úff! Ég er ekki búin að nefna aðal aðal aðal uppáhalds þáttinn minn núna.... en það er LOST. Ég er búin að horfa á alla þætti sem er búið að gera og næsti þáttur kemur ekki fyr en í maí! Svo það er löng bið. Ég mæli með þessum þætti og ég mæli líka með því að þið downloadið þá og reynið að horfa á marga í einu því það er alveg óþolandi að þurfa að bíða í heila viku á milli, líka það að þá er maður eiginlega búinn að gleyma alls konar staðreyndum sem skemmtilegra er að hafa á hreinu.
Vikudagskráin hjá mér er svona:
Sunnudagar: East Enders (öll vikan sýnd á BBC prime)
Mánudagar: Ekkert sérstakt (gríp e.t.v. í einhvern Lost þátt eða Nip Tuck)
Þriðjudagar: Úúúú aðal sjónvarpsdagurinn. Friends voru á tv2 fyrir mat. 20:00 tv3 Extreme makeover Home edition, 21:00 Scandinavia next top model eftir það norge 2: Desperate housewives, norge 2 Joey, tv3 De fantastiske fem (danska fab five)
Miðvikudagar: O.C. klukkan 21:50
Aðra daga nota ég svo til að horfa á Lost.
Ég veit að þið spurjið ykkur: Var Sólveig ekki að flytja til Danmerkur til að fara í háskóla og læra eithvað?
Ég er allavega búin að læra helling um lífið í Californiu það get ég sagt ykkur.... en það fer alltaf minni og minni tími í að kíkja í bækurnar til að læra eithvað af viti.
Ég er s.s. búin að setja mér það að nú bæti ég ekki við fleiri sjónvarpsþáttum. Ég ætla ekki að fara að horfa á 24 eða Alias... ég veit af þeim og lítill hluti af mér langar að skella mér út í það að sjá þá. Ég ætla að standast freistinguna og vona að þetta sé bara svona eitt "tímabil" og að ég muni komast yfir þetta, alveg eins og ég komst yfir internet fíknina mína, e-mail fíknina og msn fíknina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli