Hæ hæ!
Bara stutt blogg í þetta skipti.
Ég er á fullu í ritgerðasmíðum, skilaði einni í gær og á að skila annari á mánudaginn svo það er ekki slegið slöku við þessa dagana. Ekkert sjónvarpsgláp né neitt. Það er helst að maður taki sér pásu til að fara í smá hjólatúr í góðaveðrinu.Það er núna 16 stiga hiti og sól. Það er heldur betur orðið fjörugt í hverfinu. Öskrin og lætin eru þvílík, Tivoli opnaði í gær.
Ég fíla mig svolítið einmana þessa dagana. Sigrún yfirgaf mig og fór til Finnlands til að vinna hjá hundaræktanda á þriðjudaginn og svo fór Rafnar til Íslands á miðvikudaginn því að hann er víst að fara að byrja í prófum bráðum. Ég hef nú mömmu og pabba og afi verður hérna þangað til á morgun.
En ætla ekki að halda áfram að buna út úr mér... Þetta er allt í belg og biðu, veit það en later!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli