föstudagur, febrúar 04, 2005

Kaos Universitet Center

Ég held að það nafn færi skólanum mínum bara vel. Ég byrjaði í skólanum á þriðjudaginn, allt gekk vel í byrjun.... en svo kom að því að búa til hópa og þá fór allt saman í þvílíka kaos!!! Þetta var fáránlegt, fólk var hlaupandi fram og til baka, rífand í hár sitt og ég veit ekki hvað og hvað. Enginn veit hvað hann vill og með hverjum hann vill og fólk byrjaði að rífast og svo byrjuði einhver nemandinn að skamma prófessorana!! Já þetta er búið að svona í vikunni, enda hef ég komið heim og sofnað og ekki beint verið í svaka stuði til að gera eitt né neitt. Í gær var ég hins vegar ákveðin í því að láta þreytuna ekki vinna bug á mér og um leið og ég kom heim tók ég saman æfingadótið mitt og fór út á Östebro til að hitta Anne Marie. Ég keypti mér nýja hlaupaskó í Marathon sport. Það var rosa prósess að velja þá. Ég þurfti að sýna manninum í búðinni gömlu skóna mína óg af þeim gat hann lesið hvernig skó ég þyrfti að fá. Svo lét hann mig máta nokkur pör og svo þurfti ég hlaupa á bretti á þeim og það var tekið upp á video og svo skoðað til þess að passa að maður stígi alveg akkúrat rétt í fótinn í þessum skóm. Já nú á ég alveg rétta hlaupaskó og það ætti ekki að vera mikil hætta á því að ég fari illa með mig.
Alla vega, eftir þennan langa próssess fórum við á æfingu. Við höfðum séð rosalega spennandi tíma einu sinni sem var svona stöðvaþjálfun. Jább við skráum okkur með og svo þegar við komum inn í salinn sjáum við að þar eru bara svona úber súper fitt fólk. Við eithvað bara ósköp venjulegar stelpur þarna. Svo byrjaði púlið! Sjitt! Þetta er það erfiðasta sem ég hef prófað. Bara ef þið hefðuð séð hvað við vorum rauðar i framan og alveg búnar á því! Um leið og við slökuðum pínulítið á eða svindluðum smá kom þjálfarinn alveg spinnegal og skammaði okkur þvílíkt!
Afleiðingar: ummm ég get valla hreyft mig í dag. Ég er að drepast í öllum líkamanum.
Þetta var mjög gaman samt og ég ætla að fara aftur og aftur! Maður verður bara að meika að vera langlélegastur í nokkur skipti, en svo ætti þetta að koma...
Ég held að ég verði núna að fara út í SATS og hjóla soldið eða hlaupa eða eithvað og taka svo góða teigju session. Ætla síðan bara að vera heima í kvöld og lesa Gilgamesh. Ég er ekkert smá spennt yfir þessum kúrsum sem ég er í, history & culture og subjectivity & learning (sálfræði og pædagogi) Verkefnið mitt er sögu og listasögu verkefni! :) Já það lítur út fyrir að þetta verði svaka gaman bara.
En hey, ætla að fara að vinna í því að losna við strengi!

Engin ummæli: