Það er rosalegur sunnudagur í mér núna.
Sunnudagur þýðir það að maður eyðir næstum öllum deginum í að lesa... af því að maður hefur verið latur alla helgina já já.. Sigrún bakaði súkkulaðiköku og mamma bjó til kakó svo sitja pabbi og Rafnar og horfa á fótbolta.... gæti verið meiri sunnudagsstemmning?!
Ég er ekki alveg að átta mig á orkuleysinu hjá mér. Ég er bara alltaf þreytt. Ég held bara svei mér þá að þetta sé kuldanum að kenna. Það er sko búið að vera svakalega kallt hérna undanfarið og húðin mín hefur sko aldeilis fengið að finna fyrir því. Ég er eins og skrímsli í framan ég er með svo mikið exem. En ég spái því að eftir næstu helgi komi vorið hérna hjá mér... við skulum vona að ég hafi rétt fyrir mér.
Ég veit nú að ég á ekki eftir að hafa mikla orku á morgun... ég ætla að vaka í nótt og horfa á Oscarinn. Ég hef aldrei getað vakað en núna ákvað ég að venja mig við og fara seint að sofa í gær og vakna seint svo nú ætti ég að geta haldið út. Sjáum til hvernig það gengur. Það er svo svakalega gaman að sjá alla flottu kjólana og allt fína fólkið streyma inn í Kodak höllina.
Nú ætla ég að halda áfram að lesa sögu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli