föstudagur, október 28, 2005

Ég vaknaði í morgun með það á heilanum að mig langaði til að fara til Íslands... ekki flytja, bara langar til að vera heima eina helgi. Það er svo skrítið þegar maður vaknar með einhverja svona flugu. Ég er nú samt ekkert á leiðinni heim, alla vega ekki fyr en um jólin.
Vikan er búin að vera nokkuð góð. Ég er búin að vera með 3 gestafyrirlesara, hver öðrum skemmtilegri. Sá seinasti kom til mín eftir tímann og vildi endilega spjalla við mig á íslensku. Hann hefur unnið mikla rannsóknarvinnu á Íslandi og hann talaði bara alaveg ágæta íslensku.
Nú er bara vika í að ég fari til Belgíu, við Pernille erum búnar að plana ferðina alveg í þaula. Vonandi að við fáum þær upplýsingar sem við þurfum til að skrifa verkefnið okkar. Við erum svo hræddar um að fólk nenni ekki að tala við okkur og svara spurningum okkar.
Það sem er í brennidepli hérna í Danmörku þessa stundina er auðvitað handtakan á þessum 4 ungu mönnum hérna í DK sem voru að skipuleggja hryðjuverk einhvers stðar í Evrópu, skv. lögreglu. Að auki var annar þeirra sem voru handteknir í Sarajevo 19. nóv. tyrkneskur maður með langtíma landvistaleyfi í DK. Ég hef það á tilfynningunni að þetta hafi nokkuð mikil áhrif á fólk. Þap er eins og þessi atburður minni fólk á hættuna sem vofir yfir, að það er möguleiki á því að hryðujuverk verði framin hér í Danmörku. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist í framhaldi af þessu.
Ég vona að það verði einhvern tíman hægt að uppræta þetta. Ég ætla að láta vera með að skrifa mikið um þetta....ég er ekki viss um að þið lesendur mínir hafið mikinn áhuga.. kannski Guðrún Birna... en við spjöllum bara á msn.
Ég vona að helgin verði ykkur ánægjuleg. Ég sé það að það er hálfkalt á Íslandi og mikil hálka svo ég vona að þið sem eruð á Íslandi klæðið ykkur vel og farið varlega í umferðinni.

Engin ummæli: