fimmtudagur, október 13, 2005

Halló Hæ
Ég er ennþá í heimaprófi, hef því verið að reyna að halda mig við efnið....en það er svo auðvelt að fara á smá blogg vapp eða gera eithvað allt annað. Þetta er vandamál sem ég hef þurft að stríða við lengi. Ég á mjög erfitt með að læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og annað sem krefst mikillar einbeitingar og þess að maður þurfi að sitja við og lesa og lesa og skrifa og skrifa. Svo velur maður það það að fara í háskólanám. mér fannst það miklu minna mál þegar ég var að vinna með hópnum mínum í Hróaskeldu. Þá gat ég setið tímunum saman og unnið, en ef ég þarf að sitja ein og lesa og skrifa... úff það er erfitt. Þetta er nú svo sem allt að koma... alla vega búin að skilja spurningarnar.
Tinnan bara farin heim á Klakann, ég vona að hún komi fljótt aftur til okkar, allir vilja hafa Tinnu hjá sér ;) Ég sá ekki betur í fréttunum hérna en að þetta morð sem var framið á Kagsaa hafi bara verið í sama húsi og hún Erna Bergþóra bjó í þegar hún var hérna... Alveg hrikalegt þegar eithvað svona gerist nálægt manni. Þetta er nú alveg 5 km frá mér en mér er sama, þetta er á krúttlega kagsaa þar sem ég er oft.
Rafnar fer í haustfrí núna, byrjar á morgun. Hann ætlar að skella sér til Einars frænda síns í Odense og fjölsk. Ég verð því ein í kotinu, enda veitir mér ekki af friðnum, ekki svo að skilja að ég fái ekki stundar frið fyrir honum.
Annað í fréttum er það að ég og Pernille, verkefnisfélagi minn erum búnar að bóka far til Brussel akkúrat yfir þá helgi sem Sjöfn ætlar að koma!!! ég bara vissi ekki að hún væri að koma þá fyr en eftir að við höfðum bókað. En allavega þá erum við að fara að vinna rannsóknarvinnu. Við erum að skrifa um framtíð Belgíu...bla bla bla bla... nenni ekki að útskýra frekar... (ómerkilegt fyrir flesta að lesa) Við erum búnar að fá gistingu hjá vinafólki foreldra Pernille, en hún og mamma hennar bjuggu í Brussel um einhvern tíma. Spennandi spennandi. Hef aldrei unnið að verkefni þar sem ég hef sjálf aflað upprunalegum upplýsingum (first hand sources).... hef bara lært á útlensku og kann ekki svona á íslensku.
En best að fara að koma sér að verki.

Engin ummæli: