Halló!
Já ég veit langt langt síðan. Það er nú margt og mikið búið að gerast hjá mér. Rafnar fór heim... Það var voða leiðó, en hann þarf að taka próf svo það var ekkert um það að tala. Vormánuðir eru líka alltaf svo fljótir að líða.
Ég þurfti að skrifa 2 ritgerðir sem gilda 100% fyrir 2 kúrsa svo að það þarfnaðist aldreilis einbeitingar. Reyndar gaf ég mé kannski ekki alveg nógu mikinn tíma í þær. Það var svo mikið af fólki hérna og enginn friður og svo var Rafnar akkúrat að fara þegar ég var að þessu.. þannig að einbeitinging var kannski ekki alveg í 100% Ég er alla vega búin að fá úr annari og ég náði kúrsinum... við fáum engar einkunnir fyrir þetta sem er mjg hvimleitt.
Beint eftir ritgerðarskil fór ég með hópnum mínum í sumarbústað til að vinna í verkefninu. Það var alveg voða huggó og við gerðum alveg slatta. Það var líka alveg þokkalegt veður svo að stundum gátum við setið úti á palli og lesið og unnið. Við fórum af stað á mánudaginn og komum heim á fimmtudeginum, á föstudeginum var ég svo alveg eins og sprungin blaðra, ég var svo ótrúlega þreytt. Við vorum ekkert að fara eithvað sérstaklega snemma að sofa alltaf en vöknuðum alltaf snemma, því það gerir fólk bara. Vaknar snemma.
Helgin sem leið er búin að vera alveg frábær. Ég er búin að slæpast alveg dainn út og inn. Fór og hitti Guðnýju niðri í bæ þegar ég vaknaði og við röltum upp og niður Strikið, fórum á Nyhavn og chilluðum og chilluðum. Við enduðum svo heima hjá Sigrúnu og keyptum okkur kjúlla í búllu á Nörrebro og elduðum hann meira því við vorum ekki alveg að treysta búllunni.... Better safe than sorry. Svo leið kvöldið bara ótrúlega hratt. Fyndið hvað hún Sigrún hefur alltaf verið að hanga með sama fólki og ég, en samt hef ég aldrei svona alveg rekist á hana mikið. Í gær fór ég síðan í hjólatúr með Anne Marie, hjóluðum hjá Söerne og fórum á Nyhavn og fengum okkur vöflu með ís. Það er sko alveg komið vor hérna hjá mér. Það er nú samt aðeins kaldara en ég held alltaf. Ég fer alltaf bara út á peysunni og svo er mér alveg ískalt.
Ég veit síðan ekki hvað var málið með allar 40 sjónvarpsstöðvarnar hérna í gær. Það var ekkert í sjónvarpinu. Ég tók á það ráð að fara út á videoleigu og taka Alexander.... já mikil mistök. Hún var svo ógeðslega leiðinleg að ég bara gafst upp. Ég hélt að þetta ætti að vera þvílík stórmynd. En jæja, ég ætla að að skokka út á pósthús og ná í Hróaskeldu hátíðar miðanan minn! Vá hvað ég hlakka rosalega mikið til :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli