Jæja þá er ég komin í jólafrí! Ég er víst að koma heim á morgun. Ég er alltaf að gleyma því. Ég fór t.d. út í búð áðan og var mikið að pæla í því á leiðinni hvað ég átti að hafa í matinn næstu daga... en nei, ég þurfti svo eftir allt saman ekki að hugsa lengra en í dag, því að mamma sér víst um þetta....
Ég var að enda við jólahreingerninguna og er á leiðinni að kaupa jólagjafir! Ég ætla því ekki að srifa mikið hérna núna, heldur fara að koma mér að verki. Ég sé alla bara á Íslandi, lendi í Keflavík kl. korter í þrjú á morgun :)
See ya!
p.s. Takk allir fyrir góðar kveðjur í commentunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli