Hola!
Jæja nú er ég svona nokkurn vegin búin að jafna mig eftir verkefnavinnuna. Það er nú ekkert grín að þurfa að vinna í verkefni lasin. Ég held líka að ég hafi slegið met í svefni í síðustu viku. Það er í lagi að vera latur stundum er það ekk?
Ég er búin að lofa sjálfri mér að vera dugleg í næstu viku.
Það er nú svo sem ekki mikið að frétta af svona svefnsjúklingi.. eðlilega...
Guðfinna var hérna í Kaupmannahöfn og við æfðum okkur í pool. Ég mundi segja að við höfum bætt okkur nokkuð mikið! Ég fékk að gista hjá Tinnu á föstudagsnóttina því að ég lagði ekki að keyra ein heim í ógeðslega þrumuveðrinu. Mér finnst nú vanalega ekkert hræðilegt við þrumur og eldingar þannig.... en var samt eithvað ekki alveg til í að keyra ein heim um miðja nótt.
Ég skrifa einhvern tíman þegar ég hef eithvað að segja.
Bless bless
Engin ummæli:
Skrifa ummæli