Er mín bara ekki enn og aftur orðin veik!
Kastaði upp í gærkvöldi... (ekki skemmtilegt að vita?) og ég er búin að vera alveg máttlaus síðan...ég held nú samt að ég sé eithvað að koma til, enda búin að liggja eins og skata í allan dag. Ég vil heldur fá hálsbólgu samt en eithvað svona magadæmi, en upp á síðkastið ef ég verð veik þá er það yfirleitt eithvað maga dót. Framundan er spennandi helgi. Próflestur auðvitað, en hvað á maður að stressa sig mikið fyrir eitt skitið próf.... Ég er að pæla í að skella mér í Kvennahlaup hérna á Amagarstrand á laugó, haldið verður upp á 17. júní 18. júní á Amagerstrand. Kvennahlaup ÍSÍ Karlakór Dalvíkur Ávarp Fjallkonunnar Sungið á sléttunni Hoppukastali Rennibrautir Andlitsmálun íslenskir leikir Fánar og blöðrur Íslenskar veitingar Íslenskt sælgæti Óvæntar uppákomur... svona hljóðar dagskráin... maður missir ekki af því. Svo verður maður nú að samgleðjast henni Tinnu! Hún verður náttúrulega stúdent á laugardaginn konan og er að fara cruisa um bæinn á pallbíl með öllum samstúdentum sínum, veifandi húfunni sinni, örugglega ekki sober. Foreldrar hennar ætla svo að halda veislu fyrir hana á sunnudaginn í sumarbústaðnum. Hún Tinna er dugleg skjáta. En ætli ég endi þetta ekki á þessum orðum. Ætla að halda áfram að liggja hérna í hnipri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli