Ég er búin að búa í Kaupmannahöfn núna síðan í ágúst og yfirleitt fíla ég mig bara nokkuð örugga. Alla vega svona hérna í kring og í götunni minni. Ég kem oft ein heim seint á kvöldin og finnst bara ekkert að því.
Þið hafið kannski heyrt um þetta morð sem var framið í Kaupmannahöfn um páskana. Ef ekki þá var leigubílstjóri myrtur og líkið bútað niður og partar fundust á tveimur stöðum í miðbænum. Alveg hreint ógeðslegt morð, það hefur valla verið talað um annað hér í borg undanfarið. Það er mikið búið að vera að leita af morðingjunum og nú í gær gaf annar morðinginn sig fram og var sóttur á heimili sitt.... í götuna mína! Litlu sætu götuna mína.
Ég er með svo mikinn hroll. Ég hef alveg örugglega mætt honum mörgum sinnum út á götu. Hrollur hrollur hrollur! Ég sá sko á mbl í gær að hann hafi verið sóttur á Amagerbrogade sem er næsta gata og er óendanlega löng, svo ég hugsaði bara með mér að það hefði verið langt frá mér, en nei nei svo sá ég það núna í blaðinu að þetta var s.s. bara í götunni minni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli