Það er búið að vera svo gaman um helgina!
Tivoli ferðin á föstudaginn var náttúrulega frábær, en laugardagurinn var sko ekkert verri!
Það var Karnival í Fælledparken Það var allt þarna. Salsa, samba, afró dans, brasilísk, afrísk, cubönsk tónlist... Sannkölluð Rijo stemning. Það voru samba sýningar, salsa sýningar.... ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Fullt af stórum tjöldum með alls konar tónlist og alls konar sýningum... alls konar matur frá alls konar löndum. Allir dansandi á götunum og í Parkinum. Ég sat fyrst með Anne Marie og vinkonum hennar í sólinni við hliðina á gaurum sem voru að spila á afró trommur og allir að dansa í kring um okkur. Svo komu Guðný og Fatima og joinuðu okkur, við fórum á milli tjalda og fylgdumst með þvílíkum samba sýningum.... vá hvað sumar gellurnar voru góðar í að hrista rassa! Þær voru þarna á perlu-g-streng og litlum bikini topp og dönsuðu geðveikt flott með svona fjaðra-thing á hausnum. Bara alveg eins og í Brazil! við keyptum okkur alls konar skemmtilegan mat og ógeðslegan lakkrís og tókum svo létt salsa, cha-cha og samba dansspor úti á götu, færðum okkur svo í úti diskótekið, þar sem var spiluð svona afrísk, eða eithvað svoleiðis diskótekamúsík. Ég var þarna alla vega í 10 tíma og skemmti mér alveg konunglega!
Í gær fór ég svo aftur í Tivoli... við mamma fórum bara til að sitja og slappa af og njóta góða veðursins, enda erum við með árskort og þurfum ekki að borga inn. Svo komu pabbi og bróðir hans og við röltum á kaffihús í Istegade. Svo var tími til komin fyrir mig að fara heim og búa mig því ég var að fara í matarboð/pókerkvöld hjá Lau með Anne Marie. Fyrsta skipti sem ég spilaði póker.. ég var nú ekkert svo klár í fyrstu... en þegar líða fór á var ég bara orðin nokkuð glúrin í að blöffa. Ég verð að verða mér út um svona chips. Þetta er ógeðslega gaman! Ég verð að halda pókerkvöld í sumar þegar mamma og pabbi eru búin að fá húsið aftur!
Alla vega þá ætla ég að enda þessa helgi vel og horfa á La Mala Educacíon í kvöld, Almodóvar mynd getur ekki klikkað. Um að gera að njóta helgarinnar því að ég veit að ég verð alveg hrikalega upptekin í næstu viku að vinna í verkefninu, ekki viss um að ég verði neitt voðalega dugleg að blogga. Ég býst við að verða uppí skóla frá morgni til kvölds næstu 2 vikurnar. Gaman gaman!
Hej hej!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli