sunnudagur, apríl 03, 2005

Halló!
Það er svo langt síðan ég skrifaði síðast og ég hef tvær ferðasögur að skrifa.
Pragferðin var alveg frábær. Það gekk bara mjög vel að komast á áfangastað með pabba sem bílstjóra og Rafnar á kortinu og mig og mömmu að lesa á skilti. Gott tímwork! Þegar við komum yfir landamærin til í Tékklandi fórum við að sjá svona litla hrörlega kofa sem minntu einna helst á pulsuvagna eða eithvað svoleiðis nema þessir kofar voru með risaglugga og í gluggunum voru dansandi hálfberar konur/stelpur! Það var allt morandi í svona kofum og erotic nuddstofum og sána osfrv. þarna við landamærin. In ðe middle of f. nóver! Það var greinilega mikil fátækt þarna og fólk bara að reyna að bjarga sér. Húsin þar voru mörg heldur betur hrörleg.
Jæja það leið svo ekki að löngu þangað til við vorum komin inn í Prag og þar er nú svolítið annað upp á teningnum. Byggingarnar þarna... Þetta er alveg stórfenglegt. Við fórum út um allan miðbæinn til að skoða þessar fallegu byggingar. Fyrsta daginn þræluðum við okkur svoleiðis út. Við náðum næstum því að sjá alla helstu staði borgarinnar þann dag. Það er náttúrlega það sem maður gerir þegar maður fer til Prag. Maður fer til að skoða byggingalistina þarna. Við fórum inn í eina alveg geðveikt flotta kirkju. Það voru þvílíkar skreytingar. Það voru þarna hallir og svo bara var þetta allt eithvað svo fallegt. Karlsbrúin náttúrulega skemmtileg. Þar rétt hjá voru hellingur af túristabúðum, sumir starfsmenn búðanna greinilega orðinr vanir því að fá Íslendinga til sín svo manni var bara heilsað á Íslensku og þakkað fyrir á Íslensku. Mamma og pabbi keyptu sér smá kristal en ég lét það bara alveg vera. Mér finnst mest af þessu kristalsdóti vera soldið gömlu konu legt. Svona mikið skreytt allt saman. Ég held bara að ég haldi mig við IKEA glösin svona í bili. Ég keypti mér ekkert svo mikið . Eitt sjal og tvær pasmínur, hring, eyrnalokka og belti.... s.s. bara svona fylgihlutir og eithvað sem maður fær á betra verði en í Danmörku.
Við vorum á þokkalegu hóteli sem var ekki alveg í miðborginni. Við þurftum að vera svolítið út úr miðborginni því að við vildum fá vaktað bílastæði fyrir bílinn okkar. Það voru varðmenn og svo einn hundur sem var alltaf á vakt. Grey skinnið. Honum var held ég aldrei sleppt lausum. Allan tímann sem við vorum þarna var hann bundinn í stutt band þarna við bílastæðið. Morgunmaturinn... ég mæli ekki með honum. Alla vega þá tókum við bara metro í bæinn alltaf, en það tekur bara nokkrar mínútur. Málið er bara að maður þarf að fara liggur við alla leið til helvítis til að taka metroinn. Hann er ekkert smá djúpt. Það var ekkert smá spes. Ég var alltaf að æfa mig í tékkneskunni í metonum. Veit ekki hvað fólk hefur haldið um mig. Ég lærði alveg nokkur orð í þessari ferð. Það safnast saman. Ef ég fer þangað nokkrum sinnum í viðbót verð ég bara orðin altalandi. Við lögðum af stað heim á páskadag og gistum á svaka fínu moteli á leiðinni. Það var nú ósköp gott að koma heim.
Við Rafnar skelltum okkur svo til Odense á föstudaginn og komum aftur heim í dag. Við gistum hjá frænda hans Rafnars,, fengum lánað prinsessuherbergi Kötlu dóttur hans sem var með hlaupabóluna. Dísa frænka mín á líka heima í Odense og tók hún á móti okkur og bauð okkur í mat á föstudaginn. Ég smakkaði sushi í fyrsta skipti. Skil ekki alveg af hverju ég hef ekki smakkað það fyr. En ég er búin að bíða lengi eftir því að smakka það. Það var alveg frábært veður í Odense um helgina. 15 stilga hiti og sól, útikaffihússtemmning...vorið er sko komið! Fengum svaka fínan grillmat hjá Einari, Döggu og Kötlu í gær. Kíktum svo aðeins í bæinn... enduðum svo heima hjá Dísu að horfa á Lord of the flies. Við tókum svo lestina heim rétt eftir hádegi í dag og skriðum beint upp í rúm og sofnuðum. Maður er alltaf svo þreyttur eftir ferðalög.
Nú er ég orðin þreytt í fingrunum af því að skifa. Maður á náttúrulega ekki að láta bloggið sitja svona á hakanum, en maður hefur ekki alltaf tíma og er ekki alltaf í stuði til að skrifa.
Adios

Engin ummæli: