sunnudagur, október 23, 2005

yehello!
Mini haustfríið liðið og helgin líka. Maður er svo sem aldrei í fríi þegar maður er námsmaður ef út í það er farið. Það er farið að kólna svolítið og þá er ofsalega kósí að sitja bara heima gera mest lítið, kannski horfa á eithvað í sjónvarpinu eða í tölvunni. Við Rafnar erum búin að gera eitt herbergið hjá okkur soldið kósí. Við erum með svefnsófann þar og tölvurnar og prentarann.... ekki kósí! Hahahaha... þetta er allavega uppáhaldsherbergið okkar nördanna þessa dagana. Við valla yfirgefum herbergið og er ég búin að komast yfir alveg helling af sjónvarpsefni. ég er búin að sjá alla nýjustu Despó og Lost þættina, búin að horfa á nokkra af nýju rosalega fyndnu þáttunum: Everybody hates Chris, búin að sjá Wedding crashers. Í gærkvöldi ákváðum við að þetta gengi ekki til lengdar og fengum hana Guðrúnu í mat til okkar og svo héldum við af stað í bíó. Þrátt fyrir nauman tíma gáfum við okkur tíma til að fara í sjoppuna til að fá okkur smá súkkulaði, enda er það nauðsyn þar sem við vorum að fara á Charlie and The Chocalate Factory.... eða fabrik (með enskum hreim, eins og ég kýs að kalla hana). Það er sko saga að segja frá því. Guðrún og Rafnar voru ekki lengi að velja sér eithvað gott... en ég legg meiri vinnu í þetta því að ég er svo mikið fyrir bland í poka. Svo kemur að því að ég ætla að fara að borga, sé ég ekki að lita Guðrún er að fá sér kók í svona sjálfafgreiðslugosvél.... Það var ekkert minna en líters glas sem stúlkan var að hella í. Glasið var liggur við stærra en hún! "Æ það var ekki til miðstærð!" Reyndar voru miðstærðarglös í afgreiðslunni... en jæja. Þetta fannst okkur rosalega fyndið og Guðrún greyið alveg í köku yfir því að hafa keypt svona stóra kók... En þetta reddaðist, við létum bara Rafnar halda á kókinu.
Myndin var alveg mjög flott... og nauðsyn að hafa nammi þegar maður er að horfa á þessa mynd. Ég held að krakkar sem sjái þessa mynd verði að horfa á 10 Latabæ þætti til að vega á móti.
Sem sagt, ég er búin að hafa það gott undanfarna viku en nú taka við annasamir dagar.

Engin ummæli: