Róleg helgi á enda. Winnie Fred Kanadísk stelpa sem er með mér í skóla kom í gær til Danmerkur og hitti mig í bænum og ég sýndi henni Kaupmannahöfn... eða einhvern hluta af henni. ég dró hana með mér í Fiskitorgið til að kaupa ilmvötn.... maður sleppir ekki góðu tilboði! 100 krónu aflsáttur af ilmvötnum! Fórum svo á kaffihús í gærkvöldi, bara rólegt.
Í dag fórum við Rafnar svo í heimsókn til Sverris frænda í nýja herbergið/íbúðina á Nyhavn! Já á Nyhavn... pínu abbó út í staðsetninguna. Hann bakaði handa okkur þessar líka fínu pönnukökur! Alveg eins og það á að vera á sunnudögum. Fórum svo þaðan að hitta frænkur hans Rafnars, en þær eru hérna í verslunarferð. Fórum með þeim út að borða á sama stað og venjulega... alltaf Ristorante Italiano. Alltaf úti að borða... Þetta líf er eins og í KB banka auglýsingunni. Nú er maður á námslánum, þá getur maður sko farið að lifa lífinu. Kaupa sér íbúð og bíl og svona... bara lúxus. Nei nei segi svona. Maður getur leyft sér eithvað svona við og við er það ekki. Nú er ég aðeins byrjuð að kíkja á prófið. Mætti ganga hraðar en það kemur allt. Hef alveg viku til að klára þetta.
Ég er núna að reyna að reyna að finna mér einhverja góða tónlist til að setja inn á tölvuna mína. Ég uppgötvaði allt í einu að ég var komin með algjört ógeð af næstum því allri tónlistinni minni. Ég er núna búin að redda mér smá Anna David (dönsk, með lagið Fuck dig!) og smá Robyn (sænsk allt í lagi poppdíva), soldið Brandy..alltaf gaman að hlusta á hana, svo er ég líka búin að ná mér í smá Gavin Degraw og James Blunt.. sem á víst rætur sínar að rekja til Danmerkur... heyrði ég í sjónvarpinu í dag. Kannski næ ég mér í nýja fallega lagið með Outlandish! Look into my eyes. Ef þið eruð með einhverjar góðar uppástungur endilega kommentið.
Og já svona áður en ég kveð í bili þá langar mig bara að segja ykkur sem eruð byrjuð að skafa rúðurnar á morgnanna að það er ennþá fínasta veður hérna í DK og SE. Hitastigið er yfirleitt í kring um 15 gráður á daginn og ekki mikið lægra á daginn. Ekki hægt að kvarta yfir veðrinu hérna skal ég segja ykkur. Kannski ljótt af mér að vera að monta mig svona....
Jæja! Það er komið jæja eins og Gerður stæ kennari mundi orða það.
Hasta luego!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli