miðvikudagur, maí 04, 2005

Jæja það held ég bara að ég er ekkert voða góð í að búa til próf.. það fékk allavega enginn 10 á prófinu mínu. En svona er háskólalífið... einkunirnar lækka þó svo að maður sé alveg að standa sig vel! Er það ekki bara... þetta var bara svona háskóla próf.
Það var mikið um dýrðir hérna í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, 1. maí. Reyndar byrjaði ég daginn á því að fara í rólegheitin til hennar Tinnu. það var ofsalega kósí, fórum í gönguferð um hverfið og spurðum hvort að Helga vildi vera memm og fírum svo og sátum í garðinum hjá Gígju. Ég fór eithvað að verða óróleg og vildi komast í fjörið svo ég skutlaðist í Parken til að hitta Guðnýju og Díönu. Það var svona smá forsmekkur af Hróaskelduhátíð að koma í Parken... það voru 2 tivoli á svæðinu, hljómsveitir, ræðuhöld fyr um daginn sem ég missti af. Svo var allt komið í drasl og rusl. Við röltumum í smá stund, en við fórum fljótlega heim til Díönu og fengum okkur pizzu. Ekki besta pizza sem ég hef smakkað, enda held ég að gaurarnir á pizzastaðnum hafi verið búinr að fá sér eithvað mikið að reykja í tilefni dagsins því þetta gekk voðalega hægt hjá þeim. Svo á leiðinni heim viltist ég aðeins þegar ég var að keyra Guðnýju á lestarstöðina... keyrði í nokkra hringi... það var voða fyndið! En þetta var voða huggulegur dagur get ég sagt ykkur.
Mánudagurinn var svo bara eithvað ónýtur dagur fyrir alla sem ég hitti. Ég vaknaði með hausverk og drattaðist á lappir og fór í skólann... fattaði þá að ég átti að mæta klukkutíma fyr á fund.. skipti svo sem ekki máli þar sem enginn var í stuði til að gera neitt.... við sátum s.s. og kjöftuðum til hádegist, skiptum með okkur verkum og fórum í lestina til Kaupmannahafnar.. fórum nokkur á kaffihús og sátum þar í nokkra tíma. Mjög öfllugur mánudagur! Í gær ætlaði ég síðan að vera að vinna allan daginn, en það var bara ekki hægt að vera inni. Ég fór bara með mömmu og pabba í heimsókn til Sollu og Óla hérna út á Amager og við láum í garðinum hjá þeim og létum sólina steikja okkur. Ég er svo brunnin á öxlunum, en það var alveg yndislegt að liggja í sólbaði. Fyrsta sólbaðið mitt í ár.... Ég náði að vinna síðan aðeins í verkefnum og öðru þegar ég kom heim.... og í morgun er ég búin að vera dugleg. Astrid úr hópnum mínum kom hérna til mín og við unnum í alveg allan morgun og ég er ekki hætt.. svo að vonandi fer vikan ekki alveg til spillis.
Á laugardaginn ætlar mín svo bara að skella sér á sveitaball, reyndar ekki mikið upp í sveit, bara 5 mín í burtu frá mér á hjóli.. en það er ball með Í svörtum fötum... ég mundi aldrei fara á ball með þeirri hljómsveit á Íslandi en þegar maður er hérna þá er þetta eithvað svo öðruvísi. Ég hlakka nú bara alveg rosa mikið til að fara að hrista kótelettur eins og maður segir hérna í Kaupmannahöfn.

Engin ummæli: