mánudagur, júní 27, 2005

Jæja þá er mín bara mætt á klakann!
Landið heilsaði mér með gråvejr, s.s. rigningu og þoku... maður getur alltaf treyst á þetta! Ég flaug heim með tvo litlu frændur mína og við vorum öll voða dugleg í flugvélinni:) Gaman að hafa svona skemmtilega ferðafélaga með sér, tíminn leið bara mjög hratt. Rafnar sæti tók svo á móti mér auðvitað, en nú er hann farinn út í sveit að selja ís... alltaf í burtu frá mér.
Ég hef ekki ennþá náð að hitta svo marga, fór til Evu Ruzu í gær og Eva María kom þangað, svo hitti ég hana Ásgerði líka í dag. En koma tímar koma ráð ;) ... ég er nú ekki á leiðinni "heim" alveg strax. Það var ógislega gaman í gær að hitta litla(stóra) Depil. Hann býr í Vestmannaeyjum en fólkið sem er að passa hann var í bænum og við Sigrún fengum að vera með hann í gær. Hann reyndar þekkti okkur ekkert fyrst... það var svona smá erfitt að kyngja því, en svona er þetta þegar maður fer í burtu frá voffanum sínum í svona langan tíma. Það var mjög skrítið að geta ekki bara labbað inn í Haukalindina með voffa... bara eithvað annað fólk sem býr þar. Ég hlakka mjög mikið til 1. ágúst, að fá Haukalindina aftur, þó svo að ég eigi nú jafnvel ekkert eftir að búa þar.
Ég ætla svo að byrja að vinna á mánudaginn hjá Bíló. Alltaf fjör þar á bæ! Ég ætla þess vegna að reyna að nota þessa viku í að gera eithvað skemmtilegt. Ég er að fara í klipp og stríp til Systu í fyrramálið.. það veður geðveikt! því eins og vanalega þegar ég kem heim frá Danmörku þá er ég með ógeðslegt hár. Með rót niður á hæla og lit sem eiginlega er farinn að fara úr. Ég ætla að vona að veðrið verði gott því að mig langar svo að prófa nýju sundlaugina í Kópavoginum. Þó að ég sé ekki mikil sundmanneskja hef ég fengið nokkrum sinnum þvílíka löngun til að fara í sund á meðan ég var úti... en sundlagarnar í DK eru bara ógeð kaldar svo að ég gat ekki hugsað mér að fara í sund þar. Ef ykkur langar í sund, þá bjalliði bara í mig. Ég er bara með gamla númerið mitt. Ég held að það sé kominn tími til að ég haldi pásu frá bloggi. Það eru ekki svo margir sem lesa blogg á sumrin og ég er hætt að nenna að skrifa eithvað skemmtilegt. Skrifa bara af skyldurækni. Ef þið viljið vita what's goin on hjá mér þá hringiði bara í mig. Ég mun koma aftur, þá sterkari til leiks eftir góða pásu og jafnvel með nýtt útlit.
Hróaskeldu fólk : Góða skemmtun!
Þið hin: rock on!

Engin ummæli: