Hæ!
Ég er ekki búin að vera duglega að skrifa. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki haft tíma til þess!.... Nei... Það trúir þessu enginn. Sannleikurinn er sá að ég er bara löt og með ritstíflu.
Það hefur nú ýmisleg drifið á daga mína. Ég var veik frá laugardegi til fimmmtudags. Vá hvað ég horfði mikið á sjónvarp! ég held að ég hafi sett persónulegt met! Ég er ekki að grínast í ykkur! Ég fór svo í vinnuna á föstudaginn.
Svo tók við mikil afmælis helgi. Það byrjaði allt með því að ég fór í afmæli til hennar Tótu, kórstjórans. Hún varð fimmtug og hélt svaka flotta afmælistónleika. Fram komu fullt af flottum listamönnum t.d. Stjörnukór (ég), Skólakór Kásnes, stórakór, Vallagerðisbræður... sem voru btw æði... Þetta eru s.s. vinir systur minnar og eru í 10. bekk og þeir syngja eins og englar... (ekki með stelpuröddum) Svo var þarna Kristinn Sigmunds, Ragga Gísla og fleiri og fleiri. Svaka stuð og maður hitti fullt af gömlum félögum og kennurum.
Á laugardaginn fékk ég smá kast í Smáralindinni og tæmdi nokkrar búðir.... nei kannski ekki svo slæmt. Ég keypti mér bara gallabuxur, peysu, jakka og stígvél. Svo horfði ég á Evu og Rex sýna sína bestu módel takta á brúðkaupssýnigunni. Ekki amalegt það.
Um kvöldið var svo haldið í afmæli til Auðar Óskar. Þar var náttlega mikið um rassahrissssting! Og fóru Systa og Ásgerður þar fremst í flokki. Ég gat ekki stoppað lengi við hjá Auði því mér var svo boðið í afmæli til Kristjönu (kærustu bróður míns). Við Rafnar komum þangað þegar partíið var komið vel í gang. Það var mjög gaman og Bragi minn var mjög duglegur að tína mislegt fram til að sýna okkur. s.s. bækur, blöð, heimasíður. Hann var nú held ég bara að passa upp á það að okkur mundi ekki leiðast. Hann er orðinn rosa duglegur að hlaupa strákurinn. Hann spurði mig í gær hvort ég mundi þora að hlaupa með honum! Við skulum bara sjá Bragi minn. Ég á eftir að gera út af við þig.
Á sunnudaginn fór ég í bíó með Guðnýju á Monster. Vá hvað mér leið illa eftir myndina. Ég sofnaði ekki fyr en um kl. 4:30.
og er ég ekki viðkvæm! Þetta er rosaleg mynd! Vá hvað Charlize er góð leikkona! Hún átti sko sannarlega skilið að fá Óskar. Skrítið hvað hún var ljót í myndinni, en svo er hún bara geðveikt sæt núna. Ég er ekki búin að gera mikið annað en að vinna þessa viku, en ég skráði mig í flughræðslunámskeið, sendi út umsókn til Hróaskeldu háskóla og svo Keypti ég mér kort í Betró í gær. Aftur komin á gamla góða staðinn... var ekki alveg að meika biðraðir í tækin í Sportó. Fór að lyfta í gær og hélt ég væri algjör massi... en ég er með geðveikar harðsperrur núna!!!
Að okum vil ég óska Hafdísi til hamingju með íbúðina sína og vona að hún sé ánægð með mig núna. Ég er búin að skrifað alveg fullt!! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli