laugardagur, apríl 29, 2006

WARNING SKÓLABLOGG
Það er komið að prófi hjá mér enn og aftur. Það byrjaði í gær og á ég að skila fyrir klukkan 12 á miðnætti á föstudaginn. Takk kæri kennari fyrir að eyðileggja föstudagskvöldið fyrir aðaldjammara Skandínavíu! Trúi ekki að ég missi úr þessa helgi og þar að auki næsta föstudag. (hó#stk#aldhæ#ðni#hóst#) Ég er nú samt aðeins að fara niður í bæ á eftir og hitta Fred litlu Kanadavinkonu mína og aðra Kanadíska vinkonu hennar sem er í heimsókn hjá henni. Sýna þeim hvar besta ísinn er að fá og svoleiðis. En svo verður maður bara að koma sér að verki! Ég get ekki beðið eftir því að vera komin í sumarfrí! Þetta er seinasta prófið mitt á þessari önn, en eftir þetta próf fer ég að skrifa ritgerð sem ég á að skila í lok maí, og svo í byrjun júní þarf ég að verja hana. Ég er að fara að skirfa um mjög spennandi efni, eða um umræðuna í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna á Íslandi um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Ég ákvað að skrifa einu sinni um Ísland... svona líka til að vita eithvað um þetta mál, því að fólk er oft að spurja mig um eithvað í sambandi við Ísland og EU og heldur að ég sér einhver expert af því að ég er í Evrópufræði... en Ísland er ekki í EU og er valla nefnt í þessu námi mínu svo ég veit ekki mikið meira um það en bara þeir sem fylgjast með fréttum.
SKÓLABLOGGI LOKIÐ
Ég ætla svo að koma með eina skemmtilega sögu í lokin.
Okkur Rafnari var boðið í mat á fimmtudagskvöldið til Svenna og Guðlaugar sem búa nokkuð langt frá tjah... hvað á ég að segja, jú mannabyggðum. Þetta var þokkalegt ferðalag að fara til þeirra. Við hjóluðum á lestarstöð sem er nokkuð frá okkur og tókum hjólin svo með okkur í lestina. Við þurftum þau með til að komast frá lestarstöðinni sem var næst þeim og til þeirra, en strætó hættir að ganga í þetta hverfi kl. 17:00. Það var nú líka bara svona huggulegt að koma til þeirra og við fengum alveg rosa góðan mat og gleymdum okkur alveg í kjaftaganginum. Viðo höfðum reiknað með því að þessi lest gengi alla nóttina svo við vorum svo sem ekkert að stressa okkur, en um 12 lweytið ákváðum við nú svona að fara að drífa okkur af stað og kíkja á hvenær næsta lest færi.... já já, þá gengur lestin ekki alla nóttina. Það var ekki um annað að ræða en að hjóla heim. Það var svolítið skuggalegt. Við þurftum að hjóla í gegnum skóginn og sumstaðar var engin lýsing. Hefði alla vega ekki viljað vera ein á ferð. Það tók okkur u.þ.b. 50 mín að hjóla heim. Þessi hjólatúr var mjög hressandi svo við gátum ekkert farið að sofa fyr en um 2 leytið. En rúmlega 2 voru fuglarnir að vakna. Ég get svo svarið það, ég var farin að óska þess að ég væri í Texas ("allir" í Texas eiga byssu). Það var einhver fugl fyrir utan gluggann hjá okkur sem vildi ekki halda goggi! bíbíbíbí sekúnduþögn bíbíbíbí sekúnduþögn bíbíbíbí seknúduþögn... o.s.frv. þessi illi fugl hélt okkur vakandi þangað til rúmlega 5 svo að ég fékk rétt rúmlega 2 tíma svefn þá nóttina. Já haldiði ekki að ég hafi svo vaknað við hann aftur um 5 leytið í nótt.. ég get sko svarið fyrir það.. mér er farið að verða virkilega illa við þennan fugl. Kannski að ég reyni að verða mér úti um svona gasbyssu eins og eru notaðar í æðavörpum. (þær búa bara til hávaða... skaða engan)
Jæja ég ætla ekki að eyða meiri tíma í þetta blogg og ekki eyða meiri tíma frá bókunum þínum lesandi góður, því ég giska á að þú eigir að vera að lesa bækur og glósur núna en ekki skoða blogg!
Bíbíbíbíbí

Engin ummæli: