þriðjudagur, mars 21, 2006
20. janúar 1983 ákváðu tvær stúlkur að koma í heiminn. Það hefur heldur betur verið fjör á fæðingadeildinni og þessar stöllur náðu greinilega vel saman. Þær höfðu nú ekki mikið samband næstu árin, en það var alltaf einhver tengsl á milli fjölskyldnanna.. Mamma annarar og pabbi hinnar unnu saman um tíma og bræður stúlknanna áttu samleið um tíma. Svo kom að því að þessar stúlkur sem uxu upp í sama bæjarfélagi fóru í menntaskóla, vildi svo til að það var sami skóli. Stúlkurnar fundu saman á ný og fundu það út að þær ættu sama afmælisdag... en mundu samt ekkert eftir hvorri annari. Þær urðu ágætis vinkonur á ný. Svo kom að því að menntaskólanum lauk og önnur stúlkan ákvað að flytja til útlanda til að stunda háskólanám. Ekki leið á löngu þangað til hin fylgdi á eftir til sama lands. Já alla vega ef þið eruð ekki búin að átta ykkur þá er ég að tala um mig og Guðrúnu Ösp. Ég get ekki skrifað meira af sögunni því að restin er enn óskrifuð, en eitt veit ég. Við Guðrún erum að fara að vinna saman í Wunderwear og næsta haust munum við vera í sama skóla, því að Guðrún ætlar að fara í sama nám og ég var í á síðasta ári og ég tek eina önn í Hróaskeldu. Ég er nú ekki svona manneskja sem pælir mikið í stjörnumerkjum, en það er svolítið gaman að velta þessu fyrir sér í þessu samhengi. 20. janúar er dagur þar sem það skiptist á milli Steingeitar og Vatnsbera. Ég fæddist seinni part dags og Guðrún að mér skilst fyrri part dags. Gæti ekki verið að það sé bara eitthvað til í þessu... við erum svo ólíkar á mörgum sviðum... en samt sem áður líkar á öðrum. Ég mundi segja að við séum með ólíka skapgerð, en það hefur komið fyrir að við hittumst og erum þá næstum því alveg eins klæddar... höfum meira að segja verið spurðar að því hvort að við værum tvíburar...hahaha.. Anyways... ég fór bara að pæla í þessu á leiðinni heim úr atvinnuviðtalinu í Wunderwear :) Hvað er í gangi? Stjörnumerki... tilviljun ... ??? Kannski er ég bara að tína eithvað út og búa til ... alltaf gaman að pæla í einhverju öðru þegar maður á að vera að vinna verkefni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli