Ég læt undan þrýstingi og byrja aftur. Þetta er líka búin að vera ágætis pása. Ég var bara orðin svo rosalega löt við að blogga...
Alla vega.
Þessi vika er búin að vera alveg æsispennandi. Ég skilaði inn Erasmus umsókninni minni... úff en sú mæða: Alls konar eyðublöð sem ég þurfti að fylla út, og skrifa bréf sem átti að vera bæði á ensku og spænsku (ég er nú svo heppin að eiga góða að, fékk hjálp hjá Hildi við spænskuna) og CV á ensku og spænsku. Prenta út allt þetta og einkunnir í mörgum eintökum. Þetta var alveg heill bunki af blöðum sem ég skilaði. Þá er bara spennandi hvert ég verð sett. Ég sótti um háskólann í Granada, Murcia og Vallodolid. Mér fannst þeir mest spennandi. Ég er nú ekki að fara fyr en eftir ár. Spennó spennó :) Dagurinn sem skilafresturinn rann út var nokkuð spennadi. Auðvitað áttum við að skila einhverju voða spennandi hópverkefni og halda fyrirlestur.... já það var smá taugatrekkingur í hópnum. En allt gekk að lokum. Það sem stendur hæst í spenningnum í þessari viku er það að ég er búin að vera að taka smá Prison Break session... þeir sem þekkja mig vita að mér finnst best að horfa á sjónvarpsþætti í stórum skömmtum, taka marga í einu. Ég byrjaði að horfa á Prison Break á sunnudaginn og í dag var ég að klára 13. þáttinn... ég sat í gær, frá því að ég kom heim úr skólanum, þangað til ég fór að sofa og glápti, svo kláraði ég síðasta þáttinn núna áðan og blóðþrýstingurinn á ekki eftir að jafna sig í bráð. En lucky me, það kemur út nýr þáttur 20. mars.
Ég er komin í helgarfrí, enginn skóli á morgun... er yfirleitt í fríi á föstudögum þessa önn. Ætli ég reyni ekki mitt besta samt að dröööslast á bókasafnið og lesa eitthvað... jú það er að koma að heimaprófi. 20. mars fæ ég tvö spennandi ritgerðarefni og fæ einhverja daga til að skrifa 10 bls. ritgerð. Það verður bara spennandi.
Framundan er spennandi helgi, hún er svo spennandi af því að ég hef ekki hugmynd um hvað mun gerast, engin plön ennþá... so stay tuned, það kemur annað spennandi blogg á næstunni.
P.s. Sjáið þið eithvað athugavert við þessa færslu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli