þriðjudagur, apríl 18, 2006

Sæl og blessuð
Nú eru páskarnir góðu búnir og þá er það bara næsta tilhlökkunarefni, sumarið og sumarblíðan sem tekur við. Það er komið alveg þokkalegt vorveður hérna í Danmörku og dagarnir lengri, þó að það sé ekki eins lengi bjart og á Íslandi. Ég var nú kannski ekki svo mikið vör við páskana þannig séð. jú ég fékk páskaegg sem ég borðaði á laugardaginn og svo fengum við Baldur og Guðrúnu Ösp í páskamat. Maður verður nú að taka þessa munaðarleysingja að sér og gefa þeim að borða á hátíðum er það ekki? Svo var ég bara að vinna á páskadag og annan í páskum. Það er nú bara rosalega fínt hjá mér í vinnunni.. enda yfirleitt alltaf að vinna með Guðrúnu Ösp..
Skólinn á fullu náttúrulega eins og vanalega og nóg að gera þar... en samt ekki það mikið að maður geti sleppt því að kíkja á mbl á hálftímafresti. Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi svona eftir fremsta megni og þá er ágætt að hafa kíkja á mbl, því þeir eru duglegir að skrifa inn fréttir og uppfæra. En ég verð að segja það að mér líkar ekki alltaf fréttaflutningur mbl. Til dæmis finn ég mjög oft villur í stafsetningu og málfari. Svo koma líka fréttir um eitthvað sem ég vil bara alls ekkert fá að vita um. Spear me ! segi ég nú bara. Fyr í dag rakst ég á þessa fyrirsögn:
"Cruise segist ætla að snæða naflastreng og fylgju barns síns"
Hversu klikkaður er gaurinn!!! Mér finnst þetta bara ekkert spes. Ég get ekki séð neitt fallegt við þetta... jafnvel þó svo að barnsburður eigi að vera það fallegasta í heimi, hvað veit ég... þá finnst mér þetta aðeins of mikið.. en maður veit aldrei upp á hverju hann Tommi Krús tekur upp á næst. Ok... ég skal viðurkenna það að það er ekki mikið við mbl að sakast í þessu máli.. en þeir hefðu getað sleppt því að birta þessa frétt.
Hins vegar er ég mjög ósátt við frétt sem birtist á vefnum hjá þeim í gær. Ég læt fréttina gossa, gjörið svo vel lesið!

Fljótur að koma sér á þurrt eftir að hafa stokkið í sjóinn

Rólegt var í miðborginni í nótt að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Fjórir fengu þó að gista fangageymslur þ.á m. einn karlmaður sem hugðist fyrirfara sér með því að stökkva í sjóinn við höfnina í Reykjavík um þrjú leytið í nótt. Maðurinn var hinsvegar fljótur að koma sér aftur á þurrt enda sjórinn afar kaldur. Vegfarendur létu vita af athæfi mannsins sem var orðin leiður á lífinu að sögn lögreglu. (Tekið beint af mbl
17.04.06)

Ég spyr, er þetta viðeigandi?
Þarna var á ferðinni manneskja, sem greinilega hefur það ekki gott og var að reyna að enda líf sitt, sem mér finnst vera mjög alvarlegt mál, já ekki bara mér. Hversu oft á þessu ári höfum við verið minnt á alvarleika slíkra atvika. Þarf mbl að segja frá þessu atviki á svona, að mínu mati, hæðnislegan hátt? Mér finnst þetta bara alveg mjög ósmekklegur fréttaflutningur. Það má alveg skrifa þessa frétt á annan máta.
Ég er samt að velta fyrir mér hvort að það sé bara ég sem túlka einhverja hæðni út úr þessari frétt... eða eru fleiri sammála mér?

Engin ummæli: