Ahhh
Við Rafnar vorum að koma inn úr smá hjólatúr um hverfið. Það er sko alveg frábært vorveður. Glampandi sól og 12 stiga hiti. Þetta er nú alveg flíspeysu veður svo sem ennþá, en sólin kemur manni í gott skap. Veðrið fer nú líka bara batnandi. Ég hef svo sem ekki mikið að segja, það gerist ekkert mikið hérna. Lífið er bara skóli, lestur borða, búðin, lestin, vinna og jú hjólatúrar hafa bæst við núna út af veðrinu.
Ef þið nennið og hafið tíma, þá getið þið dundað ykkur við að svara þessum spurningum. Þetta er svolítð forvitnilegt.
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það:
7. Lýstu mér í einu orði:
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Takk fyrir mig
Engin ummæli:
Skrifa ummæli