Þá byrjar skólinn á morgun. Næstu önn tek ég í Hróaskeldu, og allur bekkurinn minn.
Það verður gaman að hitta alla aftur og kynnast fleirum. Við komum inn í annað ár á Sam Bas (svipað og það sem ég var í áður en ég skipti um skóla, nema þetta eru félagsvísindi) ...Guðrún Ösp á allvaega eftir að skilja þetta.
Helgin var ágæt. Ég var á morgunvakt sem framlengdist svolítið, svo að þegar ég kom heim var ég alveg búin. Ég gat samt engan vergin sofnað og var hálfómöguleg allan daginn. En þegar ég var að fara að sofa um kvöldið komst ég í þvílíkan svefngalsa. Eithvað sem hefur ekki komið fyrir mig í langan langan tíma. Allt sem Rafnar gerði eða sagði var fyndið. Smá egó búst fyrir hann :) Í dag tókum við Rafnar svo þátt í söfnun Barnahjálpar (Red Barnet) og tókum 3 tíma í að ganga í hús hérna í götunni og safna peningum í bauk. Ég fékk nú soldið flash back frá því að ég var að vinna í póstinum. Upp og niður alla þessa stigaganga. Svo fór ég í mat til Anne Marie og fékk fisk og kartöflur og gulrætur. Manneskjan er sú hollasta sem ég hef nokkurntíman kynnst. Hlakka til að fá komment frá mínum tryggu lesendum. Ég hef ekki verið áræðanlegasti bloggari undanfarið.. en ég er að reyna að taka mig á og blogga oftar. Nú fer ég kannski líka að hafa afsökun til að vera í tölvunni meira en ég hef verið. Þegar maður á að vera að læra, laumast maður oft á netið. Ég læt heyra í mér fljótlega, bæjó
Engin ummæli:
Skrifa ummæli