föstudagur, maí 05, 2006

Ég er að klára síðasta prófið mitt í dag :) Á að skila til kennaranst fyrir klukkan 12 í kvöld. Ekki fleiri próf, bara ein ritgerð um eithvað sem ég skil. Ekki meira um eithvað sem ég skil ekki.
Það er sko komið þvílíkt gott stuttermabolaveður hérna og það er æðislegt :) Þannig á þetta að vera. Ég ætla að joina gömlu konunum hérna í húsinu hjá mér út í garði alla næstu viku. Það eru bekkir og borð svo að ég get bara setið þar og lesið og skrifað. Það er sérstaklega ein hérna sem leggur mikinn metnað í brúnkuna sína. Hún er svona eithvað um 75 ára og er mætt út á bekkinn sinn í sundfötum snemma á morgnanna og liggur í sólbaði allan daginn! Ég hef aldrei vitað annað eins. Enda er hún nú þegar komin með þokkalegan lit.
Jæja, best að koma sér að verki aftur...
Ciao!

Engin ummæli: