Hæ!
Voðalega er ég léleg að blogga!
Sumarið í Kaupmannahöfn er náttúrulega bara alveg æðislegt. Það er margt skemmtilegt framundan. Eftir klukkutíma erum við Rafnar að fara að leggja af stað hjólandi í Parken þar sem við munum hitta Guðrúnu, Systu Helga Pál og vini hans sem ég man ekki hvað heita... nöfn birt síðar... og erum við að fara á tónleika. Þeir byrja um hádegið og standa til miðnættis! Já og hverjir eruð að fara að spila? Það eru dönsk bönd eins og Kashmir, Bikstok Røgsystem, svo verður Carpark North... hva kannist þið ekki við þetta?? Já alveg rétt svo verða líka Pet Shop Boys, Blak Eyed Peas og Pharrell!!
Ég hlakka allavega til að sjá Pharrell... úff það verður erfitt að halda aftur af Guðrúnu... en ég er búin að lofa Jesper að hleypa henni ekki of nálægt honum ;) Svo tekur við alvarleg vinnuvika... verð með vakt á hverjum degi í heila viku. Sem betur fer engin morgunvakt! En eftir þá törn tekur við Hróaskelduhátíðn. Mig er búið að langa að fara í langan langan tíma og loksins læt ég verða að því. Ég, Rafnar, Guðrún, Jesper og fleiri vinir hans Jesper og margir fleiri ætlum að klæða okkur í blá boli... sumir verða í mjög þröngum bláum bolum... og ætlum að tína dósir á hátíðinni í 24 tíma til að safna peningum fyrir samtök í Kambodíu sem vinna gegn þrælkun þar í landi. Fyrir þetta fáum við frían miða á hátíðina og eigum kost á bestu aðstöðu á hátíðinni... Tvöföld ánægja :)
Það lýtur ekki út fyrir leiðinlegt sumar hérna. Eina vandamálið er að við erum að verða heimilislaus. við eigum að vera flutt út úr íbúðinni í lok júlí, en við erum ekki búin að finna neitt ennþá.. þetta kemur allt saman.
Jæja, ég er farin að klæða mig í tónleikagallann.
ciao!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli