sunnudagur, mars 19, 2006

Enginn sá neitt athugavert við síðustu færslu?... Ég skal þá segja ykkur hvað það var.
Sko málið er það ég var nýbúin að horfa á 13. þáttinn í Prison Break og var að brenna yfir úr spenningi, þar af leiðandi notaði ég orðið "spennandi" svona u.þ.b. 30 sinnum... en engum fannst neitt athugavert við það.
Ég er bara búin að vera ein heima mest megnis síðustu daga. Rafnar ver öllum stundum úti í skóla að vinna í einhverju verkefni. Ég er því bara búin að vera að reyna að hvíla mig og safna kröftum fyrir næstu 10 daga törn í skólanum.
Annars var planið í gær að hitta Anne Marie og fara í gönguferð í Dyrehaven og á kaffihús... það misheppnaðist svolítið. Við vorum búnar að mæla okkur mót á Østeport á ákveðnum tíma og ætluðum að taka lestina saman til Klampenborg. Já svo mæti ég... og hún líka... nema hvað að við biðum eftir hvorri annnari í hálftíma, og ég leitaði út um allt og hún líka. Auðvitað hafði ég gleymt símanum mínum heima svo að ég gat ekki hringt í hana né hún náð í mig. Það endaði með því að við fórum báðar heim, án þess að hafa hitt hvora aðra. Ég veit ekki hvernig þetta var mögulegt. Við ákváðum nú samt að gera aðra tilraun til að hittast í gærkvöldi, og það heppnaðist. Við fórum á eithvað mjög sérstakt kaffihús á Istegade, helmingurinn af kaffihúsgestunum var mjög svo dubious. Við héldum að þetta ætti að vera týpískt Vestebro peepz hang out place, en ég veit ekki. það var meira af dópistum og pakki en við bjuggumst við. Við sátum nú samt þar í góða stund og spiluðum bakkamon.
Ég byrja svo í 10 daga heimaprófi á morgun. Ég er svo þakklát fyrir þessi heimapróf því ég hata ekkert meira en svona próf þar sem maður situr í 3-4 tíma og þarf að skrifa og skrifa allt sem maður kann. Þetta er nú samt sem áður ansi strembið svona heimapróf. Maður þarf náttúrlega að halda sig að verki og leggja mikla vinnu í þetta. Maður losnar samt við prófkvíðann sem skemmir ótrúlega fyrir.
Hef víst ekki meira að segja í þetta skiptið. Lifið heil.

Engin ummæli: