Jæjajæjajæja! Nú er ég glöð!
Þetta var mikil vinna og það var svolítill pirringur í vólki svona eftir 12 tíma vinnutarnir... en þetta hafðist að lokum og við erum nú bara nokkuð ánægð með árangurinn. Við skiluðum verkefninu okkar 20 mínútur yfir 10 í morgun. Fórum með annað koppí í prentun og allt klappað og klárt. Þetta þýðir það að ég þarf ekkert að gera þangað til 22. desember, en þá fer ég í próf. Ég get alveg tekið því svolítið rólega í nokkra daga held ég.
Eftir að allir voru búnir að skila klukkan ellefu þá breyttist eldhúsið okkar úr vinnuherbergi í partí herbergi. Bjórlykt og sígarettureykur fyllti herbergið. Já Danir kunna að fagna. Ég er nú viss um að þetta væri nokkuð sem ekki mundi gerast í HÍ...
Ég fór nú barasta fljótlega heim og skreið upp í rúm og sofnaði í nokkra tíma.... ég býst nú við að flestir hafi gert það, allavega þeir sem sváfu ekkert í nótt.
Það hefur nú svo sem ekkert margt og mikið verið að gerast hjá mér undanfarna daga fyrir utan þetta blessaða verkefni. Fór til Anne Marie á laugardaginn og hitti Oure fólk. Það ver alltaf rosa gaman að hitta þetta lið. Gamlir og góðir tímar rifjaðir upp. Annað hef ég ekki að segja.. það er eins og ég nái ekki að hreinsa þetta verkefni út úr heilanum á mér.
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
föstudagur, nóvember 26, 2004
Komin heim úr sveitinni.
Tafðist soldið í verkefnavinnunni sagði ég þegar ég kom heim..... ætlaði að vera í 3 tíma en var í staðin í 3 daga:)
Það var gaman samt.... soldið um rifrildi svona stundum... en það jafnaði sig alltaf um leið.
Við erum bara alveg á fullu að reyna að klára þetta verkefni. Geri ekki annað. Var upp í skóla til klukkan 8 í kvöld. Þetta verkefni verður síðan að bók og ef þið hafið áhuga á því að vita hvort að orðaval hafi áhrif á það sem fólk hugsar þá verður alltaf hægt áð fá bókina lánaða á bókasafninu í Roskilde Universitet Center. (RUC) Ég get nú líka sýnt mitt koppí. Já ég hef bara ekki svo mikið að segja... helgin nálgast og skiladagur nálgast..ok þetta blessaða verkefni læðist inn í hverja hugsun hjá mér núna!
Ég ætla að hitta Oure stelpurnar á laugardaginn. Það verður fjör eins og vanalega. Mig langar líka rosalega mikið að kíkja í jóla-Tivoli ef það verður gott veður, bara spurning um hvern maður á plata með sér. Verst að Rafnar er ekki hérna til að fara með mér... Det kunne være saa hyggeligt.
Æ veit ekki veit ekki hvað ég á að segja meira... verkefnaskemað í heilanum mínum er það eina sem er aktíverað núna... ok ég er hætt!
Tafðist soldið í verkefnavinnunni sagði ég þegar ég kom heim..... ætlaði að vera í 3 tíma en var í staðin í 3 daga:)
Það var gaman samt.... soldið um rifrildi svona stundum... en það jafnaði sig alltaf um leið.
Við erum bara alveg á fullu að reyna að klára þetta verkefni. Geri ekki annað. Var upp í skóla til klukkan 8 í kvöld. Þetta verkefni verður síðan að bók og ef þið hafið áhuga á því að vita hvort að orðaval hafi áhrif á það sem fólk hugsar þá verður alltaf hægt áð fá bókina lánaða á bókasafninu í Roskilde Universitet Center. (RUC) Ég get nú líka sýnt mitt koppí. Já ég hef bara ekki svo mikið að segja... helgin nálgast og skiladagur nálgast..ok þetta blessaða verkefni læðist inn í hverja hugsun hjá mér núna!
Ég ætla að hitta Oure stelpurnar á laugardaginn. Það verður fjör eins og vanalega. Mig langar líka rosalega mikið að kíkja í jóla-Tivoli ef það verður gott veður, bara spurning um hvern maður á plata með sér. Verst að Rafnar er ekki hérna til að fara með mér... Det kunne være saa hyggeligt.
Æ veit ekki veit ekki hvað ég á að segja meira... verkefnaskemað í heilanum mínum er það eina sem er aktíverað núna... ok ég er hætt!
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Nu er eg barasta komin aftur i sveitina.... ad vinna verkefnid okkar. Eg kom hingad i gær... vissi barasta ekkert ad vid ætludum ad gista og vinna i trja daga, helt bara ad færi heim i gærkvøldi. Eg er natturulega ekki med neitt med mer svo ad eg verd bara i sømu føtunum tangad til eg kem heim. Reyndar gat eg keypt mer tannbursta... en madur lifir tetta af. Tetta er bara svona ovissuferd.... eda eithvad... jæja back to work!
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Þá er ég komin heim úr sveitinni. Þetta var svaka vinnutörn, en samt erum við langt því frá búin með verkefnið okkar. Ég var nú samt svo góð við mig í dag að leifa mér að sofa út í dag. Maður verður máttúrulega þreyttur eftir svona vinnubúðir úti í sveit.
Það var mjög gott að komast úr borginni smá. Ofsalega fallegur bóndabær sem við vorum á og þar voru líka tveir íslenskir hestar, Kjartan og Ari... ég held samt að þeir hafi ekki skilið íslensku. Ég prófaði að tala við þá, en ég held að þeir hafi ekki skilið mikið.
Það er bara svaka rok hjá mér hérna í Köben núna. Mamma var að fara til Osló í morgun, en fluginu hennar var frestað heillengi því að það er svo vont veður í Osló eða eithvað soleiðis. Ég ætti svo sem ekki að vera að kvarta sýnist mér á veðurlýsingum að heiman. Rok er samt ekkert spes.
Nú er bara að vinda sér í verkefnavinnuna. Lifið heil!
Það var mjög gott að komast úr borginni smá. Ofsalega fallegur bóndabær sem við vorum á og þar voru líka tveir íslenskir hestar, Kjartan og Ari... ég held samt að þeir hafi ekki skilið íslensku. Ég prófaði að tala við þá, en ég held að þeir hafi ekki skilið mikið.
Það er bara svaka rok hjá mér hérna í Köben núna. Mamma var að fara til Osló í morgun, en fluginu hennar var frestað heillengi því að það er svo vont veður í Osló eða eithvað soleiðis. Ég ætti svo sem ekki að vera að kvarta sýnist mér á veðurlýsingum að heiman. Rok er samt ekkert spes.
Nú er bara að vinda sér í verkefnavinnuna. Lifið heil!
mánudagur, nóvember 15, 2004
Ég er búin að taka þessa helgi í fyrsta gír. Ég gjörsamlega er búin að vera í slow motion, það er frábært svona einstaka sinnum. Á laugardaginn fór ég um 10 leytið í bæinn og rölti með henni Anne Marie. Við fórum í alls kyns skrítnar og skemmtilegar búðir, second hand búðir, spilabúð, alls konar skemmtileg, fórum á 2 kaffhús, ég var ekkikomin heim fyr en um 5 leytið...við bara gjörsamlega gleymdum tímanum. En svo var bara líka tekinn slapparinn um kvöldið og horft á eina lélega gelgjumynd...samt sem áður með ákveðið skemmtanagildi. Vöknuðum svo aftur snemma í morgun og fórum á 2 tíma æfingu. Bara næs helgi.. og ekkert stress og ég er bara samt ekkert svo hress. Ég er með svo mikinn svima. Jafnvægisskynið er gjörsamlega í lamasessi. Ég þarf að venjasthverri stellingu sem ég set höfuðið á mér í. Ég held að ég sé enn og aftur komin með vírusinn í innra eyrað svei mér þá. Erki óvinur minn.
Á morgun fer í smá ferðalag á morgun til Slagelse. Kem ekki heim fyr en á miðvikudaginn. Er að fara með hópnum mínum á bóndabæ til að klára sem mest af stóra verkefninu okkar. Það verður sko fjör!
Æ þau eru öll svo góð og sæt og fín.
Jæja nú ætla ég að fara að láta jafnvægiskynið mitt venjast lágréttri stellingu og halda fast í rúmið mitt svo ég viti hvað snýr upp og hvað snýr niður. S.s. reyna að sofna.
Á morgun fer í smá ferðalag á morgun til Slagelse. Kem ekki heim fyr en á miðvikudaginn. Er að fara með hópnum mínum á bóndabæ til að klára sem mest af stóra verkefninu okkar. Það verður sko fjör!
Æ þau eru öll svo góð og sæt og fín.
Jæja nú ætla ég að fara að láta jafnvægiskynið mitt venjast lágréttri stellingu og halda fast í rúmið mitt svo ég viti hvað snýr upp og hvað snýr niður. S.s. reyna að sofna.
föstudagur, nóvember 12, 2004
Það er svo ljúft að vera búin að skila þessum blessuðu ritgerðum. Þungu fargi er af mér létt. Eftir skóla í dag fór ég með mömmu og Sigrúnu í Fields að kaupa buxur á sigrúnu. Ég fór í brúnu mokkasíunum mínum... sem ég er ekkert búin að vera að fíla undanfarið. Svo þegar mér var litið á fæturna mína í spegli í einni búðinni, þá kom það í ljós að það kom ekkert annað til greina en að kaupa nýja skó. Það var komið gat á mokkasíurnar....æ greyið fátæki námsmaðurinn í götóttu skónum. .... hvað var ég líka að kaupa skó í Zöru? Alla veg þá keypti ég mér þessi fínu flatbotna stígvél, ekkert smá þægjó.
þetta er búið að vera svo góður dagur og kvöld. Eftir ferðina í Fields, þá fór ég og hitti hana Anne Marie á kaffihúsi um 6 leytið. Við sátum í marga tíma og slúðruðum og eftir það röltum við eithvað um miðbæinn. Það er svo ótrúlega nice að labba um bæinn og skoða mannlífið og í búðarglugga. Maður gleymir sér alveg. Það er eitt af því besta við Kaupmannahöfn. Hún er notaleg.
Nú keypti ég mér nýja skó... næsta verkefni er að fara í klippingu. Án djóks þá er ég ekki búin að fara í klippingu í u.þ.b. 4 mánuði! Það hefur barasta ekki gerst áður held ég. Þetta er bara ekki jafn mikilvægt hérna eins og mér finnst það vera á Íslandi. Mamma litar á mér hárið og ég fer ekkert í klippingu. Það held ég að mundi ekki gerast heima. Þetta gengur allavega ekki lengur... nú verð ég að fara í klippingu! Kannski er verkefni morgundagsins, að panta tíma í klippingu?
þetta er búið að vera svo góður dagur og kvöld. Eftir ferðina í Fields, þá fór ég og hitti hana Anne Marie á kaffihúsi um 6 leytið. Við sátum í marga tíma og slúðruðum og eftir það röltum við eithvað um miðbæinn. Það er svo ótrúlega nice að labba um bæinn og skoða mannlífið og í búðarglugga. Maður gleymir sér alveg. Það er eitt af því besta við Kaupmannahöfn. Hún er notaleg.
Nú keypti ég mér nýja skó... næsta verkefni er að fara í klippingu. Án djóks þá er ég ekki búin að fara í klippingu í u.þ.b. 4 mánuði! Það hefur barasta ekki gerst áður held ég. Þetta er bara ekki jafn mikilvægt hérna eins og mér finnst það vera á Íslandi. Mamma litar á mér hárið og ég fer ekkert í klippingu. Það held ég að mundi ekki gerast heima. Þetta gengur allavega ekki lengur... nú verð ég að fara í klippingu! Kannski er verkefni morgundagsins, að panta tíma í klippingu?
mánudagur, nóvember 08, 2004
Ég náði nú barasta að klára þessa blessuðu ritgerð. Það skiptir miklu máli að gera þetta rétt því að þetta gildir 100%! já svo verð ég bara að fara að vinna næstu ritgerð sem ég á að skilá á fimmtudaginn og gildir líka 100% Þetta er soldið spes. Allt veltur á einni ritgerð. Svona er þetta og ekkert sem ég gert í því. Ég hlakka allavega rosalega til að vera búin með þessar ritgerðir. Við í hópnum mínum ætlum svo að halda vinnubúðir úti í sveit alla næstu viku... frá mánudegi til föstudags og massa stóra verkefnið okkar í gegn. Við erum búin að fá lánaðan heilan bóndabæ hjá foreldrum einnar. Það verður upplifun :)En nú er það bara ritgerðin sem kallar. Jafnvel þó að mér hafi ekki þótt þessi heimspekiritgerð neitt skemmtileg þá finnst mér bara svo rosalega gaman í skólanum mínum. Alltaf líf og fjör!
laugardagur, nóvember 06, 2004
Ó mæ gad!
Ég held ég verði aldrei búin með þessa blessuðu heimspekiritgerð!
Fórí gær í afmælisveislu í Hróaskeldu. Já já ég hefði átt að fara á bílnum eins og ég var að pæla í. Það tókmig 3 tíma að komast heim. Ég var alveg að klikkast. En svona er bara ævintýri. Nú ætla ég að halda áfram með heimspekina. Bæjó spæjó!
Ég held ég verði aldrei búin með þessa blessuðu heimspekiritgerð!
Fórí gær í afmælisveislu í Hróaskeldu. Já já ég hefði átt að fara á bílnum eins og ég var að pæla í. Það tókmig 3 tíma að komast heim. Ég var alveg að klikkast. En svona er bara ævintýri. Nú ætla ég að halda áfram með heimspekina. Bæjó spæjó!
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Úllala!
Það er bara ekki mikið að frétta af mér... ég er bara að reyna að halda mig við efnið að skrifa prófritgerðir hérna... það verður mikið að gera hjá mér loksins í nóvember... bara að ég væri betri í heimspeki... eða hefði gaman af henni. Get ekki alveg sagt að hún hrífi mig mikið. En þetta er nú eini heimspeki kúrsinn sem ég tek.
Annars er mikill tími hjá mér búin að fara í að hlusta og leita af tónlist á netinu.... og ég er alveg búin að fá æði fyrir nokkrum lögum og tónlistarmönnum. T.d. nýja platan hennar Brandy! vá hvað það eru geðveik lög á henni! Afrodisiac er uppáhaldslagið mitt núna...Svo er ég líka búin að vera að hlusta mikið á Destinys child og svo á hana Ciara... en hún er geðveikt cool gella. svo er ég búin að vera að uppgötva svona soldið sérstaka R&B menningu.. eða svona soldið asískt.. eða indverskt... já ekki dæma! Þetta er geðveikt cool... það eru svona með svona sérstöku beati og svo ógeðslega cool þegar það er sungið í bland við ensku á punjab... maður skilur ekki neitt en það er bara svo flott. Það eru til dæmis danskir gaurar sem kalla sig Bombay rockers... þeir eru svona soldið í þessum stíl. Ég veit ekki alveg hvort að nokkur skilur eithvað í þessu.. Ok pásan búin... verð að fara að hripa eithvað niður.
Þekkingin kallar... en það er hún sem ég er að skrifa um...
Það er bara ekki mikið að frétta af mér... ég er bara að reyna að halda mig við efnið að skrifa prófritgerðir hérna... það verður mikið að gera hjá mér loksins í nóvember... bara að ég væri betri í heimspeki... eða hefði gaman af henni. Get ekki alveg sagt að hún hrífi mig mikið. En þetta er nú eini heimspeki kúrsinn sem ég tek.
Annars er mikill tími hjá mér búin að fara í að hlusta og leita af tónlist á netinu.... og ég er alveg búin að fá æði fyrir nokkrum lögum og tónlistarmönnum. T.d. nýja platan hennar Brandy! vá hvað það eru geðveik lög á henni! Afrodisiac er uppáhaldslagið mitt núna...Svo er ég líka búin að vera að hlusta mikið á Destinys child og svo á hana Ciara... en hún er geðveikt cool gella. svo er ég búin að vera að uppgötva svona soldið sérstaka R&B menningu.. eða svona soldið asískt.. eða indverskt... já ekki dæma! Þetta er geðveikt cool... það eru svona með svona sérstöku beati og svo ógeðslega cool þegar það er sungið í bland við ensku á punjab... maður skilur ekki neitt en það er bara svo flott. Það eru til dæmis danskir gaurar sem kalla sig Bombay rockers... þeir eru svona soldið í þessum stíl. Ég veit ekki alveg hvort að nokkur skilur eithvað í þessu.. Ok pásan búin... verð að fara að hripa eithvað niður.
Þekkingin kallar... en það er hún sem ég er að skrifa um...