Ég var nú bara svo löt í fyrradag að læra! Vá hvað ég gerði ekki rass í bala. Ég fór með mömmu í bæinn í 4 tíma... keypti ekki neitt reyndar. En það var mjög næs. Fórum á kaffihús og fengum okkur gott að borða. Það var gott haustveður og svona.. svo kom ég heim og ætlaði sko aldeilis að fara að lesa... en þá var barakomið að því að ég færi í Funk.... já já það var svaka gaman... svo kom ég heim og ætlaði sko að fara að lesa! Nú ætlaði ég sko að vera dugleg. Þá byrjaði Idol svo ég varð að horfa á það og svo á eftir því þá var dönsk útgáfa af fab 5! Ekki má maður missa af því.... já ég hélt ég mundi nú lesa eithvað eftir það en nei... tölvan kallaðir! Já og fyr en varði var klukkan orðin langt eftir miðnætti og ekki séns að ég fæti meðtekið eithvað lesefni svo ég fór að sofa! Svona er þetta bara stundum hjá manni.... Vantar bara svo mikið sjálfsaga.... Í gær var ég samt með svo mikið samviskubit svo að ég var allan daginn á bókasafninu og las og var svaka dugleg....
Ég nennti ekki á æfingu svo ég hjólaði bara til Anne Marie.... á gamla gamla hjólinu mínu.... trúið mér það jafnast á við 2 spinning tíma að hjóla í hálftíma hvora leið á þessu hjóli. Það var huggó.... Anne Marie bauð upp á te.... týpískt...
En núna er ég bara í tíma og get ekki alveg einbeitt mér því að kennarinn er pínu óskipulagður allt í einu... og svo er ég líka svo spennt því að Rafnar er að koma til mín í kvöld!! Já það er komið að því! Ég hlakka ekkert smá til!
jæja hann er aðeins að koma til prófessorinn svo ég ætti nú bara að fara að reyna að fylgjast með....
fimmtudagur, september 30, 2004
sunnudagur, september 26, 2004
Sunnudagsmorgun....
Æ hvað ég get ekki sofið út!
Ég vaknaði klukkan kl.9:30 í morgun. Svona er þetta að vera komin inn í nokkurs konar rútínu. Ég fór til Tinnu og Ranalds í ærkvöldi. Þau voru að halda smá innflutningspartí. Það er orðið alveg svakalega fínt hjá þeim! Það var svaka partí á kaffinu... svona 80's partí sem hann Nis var búin að vera að skipuleggja :) Hann var þarna alveg í S-inu sínu með risa risa afró hárkollu og litaður í framan og með risa risa sólgleraugu... Ég fór reyndar bara snemma heim því það er ekki það auðveldasta í heimi að komast heim frá Kagsaa á kvöldin, en Bogi og einvherjir tver voru að fara í bæinn svo að ég sníkti mér far með þeim. Svo þarf ég að lesa í dag og er búin að gera aftale með Anne Marie um að við förum út að hlaupa á Dyrehavsbakken. Þannig að ég mun hafa nóg að gera í dag.
Nú eru bara 4 dagar þangað til Rafnar kemur til mín! Ég get barasta ekki beðið! :) Við ætlum að fara til Svíþjóðar og fara niðurí bæ og skoða... bara verst að ég þarf líka eithvað að mæta í skólann og svona .... hehe En það er nú ekkert svo mikið því að hópurinn minn fer í smá pásu.
Noh.... men mu maa jeg i gang med at læse, hvis jeg skal ud at löbe i dag!
Æ hvað ég get ekki sofið út!
Ég vaknaði klukkan kl.9:30 í morgun. Svona er þetta að vera komin inn í nokkurs konar rútínu. Ég fór til Tinnu og Ranalds í ærkvöldi. Þau voru að halda smá innflutningspartí. Það er orðið alveg svakalega fínt hjá þeim! Það var svaka partí á kaffinu... svona 80's partí sem hann Nis var búin að vera að skipuleggja :) Hann var þarna alveg í S-inu sínu með risa risa afró hárkollu og litaður í framan og með risa risa sólgleraugu... Ég fór reyndar bara snemma heim því það er ekki það auðveldasta í heimi að komast heim frá Kagsaa á kvöldin, en Bogi og einvherjir tver voru að fara í bæinn svo að ég sníkti mér far með þeim. Svo þarf ég að lesa í dag og er búin að gera aftale með Anne Marie um að við förum út að hlaupa á Dyrehavsbakken. Þannig að ég mun hafa nóg að gera í dag.
Nú eru bara 4 dagar þangað til Rafnar kemur til mín! Ég get barasta ekki beðið! :) Við ætlum að fara til Svíþjóðar og fara niðurí bæ og skoða... bara verst að ég þarf líka eithvað að mæta í skólann og svona .... hehe En það er nú ekkert svo mikið því að hópurinn minn fer í smá pásu.
Noh.... men mu maa jeg i gang med at læse, hvis jeg skal ud at löbe i dag!
fimmtudagur, september 23, 2004
Jæja þá er ég komin í helgarfrí! :)...og það er bara fimmtudagur. Við vorum svo dugleg á þriðjudaginn og kláruðum allt það sem við áttum að klára fyrir mánudaginn þannig að ég get bara tekið því svolítið rólega meira að segja um helgina. Ég þarf bara að lesa einn kafla í heimspekibókinni...Þetta er bara djók!
Ég var að koma úr þriggja tíma fyrirlestri og ég er alveg með dúndrandi hausverk... Allt of mikið af upplýsingum!!!
Prófessorinn er bara svo ógeðslega fyndinn. Hann er rosalega líkur Niles í Fraiser... ef þið munið eftir honum.... Svo er hann bara í fyndnustu fötum í heimi. Í dag var hann t.d. í viðbjóðslegum þröngum leðurbuxum og í krumpuðum rauðum bol við. HA! Hann er svona á fimmtugsaldri!! En hann er mjög klár og það er yfirleitt ágætt á fyrirlestrum hjá honum kallinum.
Nú ætla ég bara að kíkja á fjerneren og hlaða batteríin. Á morgun verður svo svakalegt fest í skólanum. Það er búið að koma upp nokkrum risa sirkustjöldum og það verða geðveikir dj-ar og hljómsveitir... Búist er við að það verði um 8000 manns.. svo að það verður alveg svakalegt fjör! :)
Ég var að koma úr þriggja tíma fyrirlestri og ég er alveg með dúndrandi hausverk... Allt of mikið af upplýsingum!!!
Prófessorinn er bara svo ógeðslega fyndinn. Hann er rosalega líkur Niles í Fraiser... ef þið munið eftir honum.... Svo er hann bara í fyndnustu fötum í heimi. Í dag var hann t.d. í viðbjóðslegum þröngum leðurbuxum og í krumpuðum rauðum bol við. HA! Hann er svona á fimmtugsaldri!! En hann er mjög klár og það er yfirleitt ágætt á fyrirlestrum hjá honum kallinum.
Nú ætla ég bara að kíkja á fjerneren og hlaða batteríin. Á morgun verður svo svakalegt fest í skólanum. Það er búið að koma upp nokkrum risa sirkustjöldum og það verða geðveikir dj-ar og hljómsveitir... Búist er við að það verði um 8000 manns.. svo að það verður alveg svakalegt fjör! :)
miðvikudagur, september 22, 2004
Du er for lækker lækker lækker lækker lækker lækker lækker lækker lækker!
Þvílíkur texti! Þetta er lag með Nik & Jay og ég er með það á heilanum og það er líka svona skemmtilegur texti! :)
Annars er roselega mikið af skemmtilegri danskri tónlist í gangi hérna núna... T.d. Jonny Delux... dönski sænsk hljómsveit og The Loft er með rosa flott lag núna... en þeir voru með tómnlistina fyrir yndina Den Eneste Ene. Svo eru Outlandish með flott lag á dönsku sem heitir Man binder os paa mund og hand. Já nú hafiði smá innsýn í tónlistina hér í Höfninni :) Hvor du fra hvor du fra?! Jeg fra Havnen..... (annað lag sem maður fær oft á heilann)
Ég var í skólanum til kl. hálfeitt í nótt. Ekki var ég að læra allan tímann.. nei við vorum samt að klára fyrsta hlutann af verkefninu okkar og héldum svo smá partý....fengum okkur pizzu og spiluðum og soleiðis. Ég fór á bílnum því að ég meikaði ekki að fara að koma ein heim í lestinni svona seint.... ekki sniðugt að vera að bíða á lestarstöðvum einn svona seint á virku kvöldi. Þetta var reyndar bara í annað skipti sem ég keyri í Danmörku og fyrsta skipti sem ég keyri á hraðbraut.... ég var bara svaka dugleg og rataði barasta alveg :)
Ég ætla aðeins að útskýra veru mína hérna.
Sko ég er í International Cultural Studies í Hróaskeldu... mig langaði mest að fara í háskólann í Malmö í European Studies... en ég fékk að vita að ég kæmist þar að þegar ég var búin að vera í Hróaskeldu í nokkrar vikur og komin inn í allt saman þannig að ég ákvað að halda áfram þar núna í ár. Þetta er líka mjög góður undirbúningur fyrir prógrammið í Malmö. Ég ætla síðan að fara til Malmö á næsta ári og byrja í European Studies. Það getur meira að segja verið að ég geti fengið eina önn metna yfir. Ég mun s.s. kannski flytja til Malmö eða Lund. Ég mun þá ekki koma heim fyr en eftir alla vega 4 ár. Kannski eftir lengri tíma því að mig langar líka að taka master gráðu.
Nú ætla ég að fara að lesa eithvað... ég svaf allt of lengi! Ég vaknaði ekki fyr en rétt fyri 12! Þetta gengur ekki...eins gott að fara a ð drífa sig að lesa.
Þvílíkur texti! Þetta er lag með Nik & Jay og ég er með það á heilanum og það er líka svona skemmtilegur texti! :)
Annars er roselega mikið af skemmtilegri danskri tónlist í gangi hérna núna... T.d. Jonny Delux... dönski sænsk hljómsveit og The Loft er með rosa flott lag núna... en þeir voru með tómnlistina fyrir yndina Den Eneste Ene. Svo eru Outlandish með flott lag á dönsku sem heitir Man binder os paa mund og hand. Já nú hafiði smá innsýn í tónlistina hér í Höfninni :) Hvor du fra hvor du fra?! Jeg fra Havnen..... (annað lag sem maður fær oft á heilann)
Ég var í skólanum til kl. hálfeitt í nótt. Ekki var ég að læra allan tímann.. nei við vorum samt að klára fyrsta hlutann af verkefninu okkar og héldum svo smá partý....fengum okkur pizzu og spiluðum og soleiðis. Ég fór á bílnum því að ég meikaði ekki að fara að koma ein heim í lestinni svona seint.... ekki sniðugt að vera að bíða á lestarstöðvum einn svona seint á virku kvöldi. Þetta var reyndar bara í annað skipti sem ég keyri í Danmörku og fyrsta skipti sem ég keyri á hraðbraut.... ég var bara svaka dugleg og rataði barasta alveg :)
Ég ætla aðeins að útskýra veru mína hérna.
Sko ég er í International Cultural Studies í Hróaskeldu... mig langaði mest að fara í háskólann í Malmö í European Studies... en ég fékk að vita að ég kæmist þar að þegar ég var búin að vera í Hróaskeldu í nokkrar vikur og komin inn í allt saman þannig að ég ákvað að halda áfram þar núna í ár. Þetta er líka mjög góður undirbúningur fyrir prógrammið í Malmö. Ég ætla síðan að fara til Malmö á næsta ári og byrja í European Studies. Það getur meira að segja verið að ég geti fengið eina önn metna yfir. Ég mun s.s. kannski flytja til Malmö eða Lund. Ég mun þá ekki koma heim fyr en eftir alla vega 4 ár. Kannski eftir lengri tíma því að mig langar líka að taka master gráðu.
Nú ætla ég að fara að lesa eithvað... ég svaf allt of lengi! Ég vaknaði ekki fyr en rétt fyri 12! Þetta gengur ekki...eins gott að fara a ð drífa sig að lesa.
mánudagur, september 20, 2004
Bara svona rett ad lata vita af mer.
Eg er bara i skolanum ad bida eftir ad taka lestina heim til min. Tetta er buid ad vera langur dagur....
Byrjadi a tvi ad taka vitlausa lest i morgun og koma klukkutima of seint.
Eg var nu ekki su eina sem tok tessa lest... vid vorum all nokkur sem forum i tessa lest tvi ad tad stod a skjanum ad tetta vaeri lestin sem vid attum ad taka... Asna DSB!
Helgin var agæt... eg gerdi nu ekkert svo mikid.
For i bio a fostudaginn a danska mynd med henni Anne Marie.
A laugardaginn vaknadi eg eldsnemma og for a hjolauppbod. Eg fekk frekar ljott hjol a 350 danskar kronur... Annar attu bækurnar næstum alla mina athygli.
Tannig er vist lif haskolanemans.
Tad tekur mig ekkert sma langan tima ad lesa sumt af tessu.
Tad sem eg var ad lesa i gær t.d.! Eg las 7 bls. a klukkutima... tad er nu ekki mikil afkøst..
Jæja nu ætla eg ad flita mer ad na lestinni. Eg tarf ad labba i 10 minutur i rigningunni herna og eg er ekki einu sinni i jakka.. bara a peysunni. Æ eg er svo mikil hetja ad eg lifi tad alveg af.
Ciao!
Eg er bara i skolanum ad bida eftir ad taka lestina heim til min. Tetta er buid ad vera langur dagur....
Byrjadi a tvi ad taka vitlausa lest i morgun og koma klukkutima of seint.
Eg var nu ekki su eina sem tok tessa lest... vid vorum all nokkur sem forum i tessa lest tvi ad tad stod a skjanum ad tetta vaeri lestin sem vid attum ad taka... Asna DSB!
Helgin var agæt... eg gerdi nu ekkert svo mikid.
For i bio a fostudaginn a danska mynd med henni Anne Marie.
A laugardaginn vaknadi eg eldsnemma og for a hjolauppbod. Eg fekk frekar ljott hjol a 350 danskar kronur... Annar attu bækurnar næstum alla mina athygli.
Tannig er vist lif haskolanemans.
Tad tekur mig ekkert sma langan tima ad lesa sumt af tessu.
Tad sem eg var ad lesa i gær t.d.! Eg las 7 bls. a klukkutima... tad er nu ekki mikil afkøst..
Jæja nu ætla eg ad flita mer ad na lestinni. Eg tarf ad labba i 10 minutur i rigningunni herna og eg er ekki einu sinni i jakka.. bara a peysunni. Æ eg er svo mikil hetja ad eg lifi tad alveg af.
Ciao!
föstudagur, september 17, 2004
Nú af því að ég ætti að vera á fullu að lesa er alveg upplagt að blogga smá.
Það eru svo margir búnir að spurja mig hvort ég sakni ekki Íslands. Ég verð nú eiginlega að svara því neitandi, en á sama tíma játandi.
Ég gæti skýrt það þannig að ég sakna fólksins en ekki lífsins.
Mér finnst svo frábært að vakna á morgnanna hérna og rölta út á strætóstoppistöð eða í metro á leiðinni í skólann. Ég bý í mjög notalegu hverfi og það er alltaf svo mikið líf. Það er svo þægilegt að taka strætó eða lest hvert sem maður fer... maður sest bara uppí og slappar af.. þarf ekki að hafa áhygjjur af umferð eða neinu...
Svo er líka svo skemmtileg stemmning hérna alltaf. Allir alltaf til í að gera eithvað skemmtilegt og fara á kaffihús og eithvað.. Þar hafiði það.
Ég setti mér takmörk fyrir þessa viku. Þau voru að ég ætti að sækja um vinnu og ég ætti að kaupa mér hjól. Ég er búin að standa við helminginn af þessu. Ég er búin að sækja um vinnu á 2 stöðum. Í ZARA og á Café Alma sem er á Islandsbryggju... þar er ekkert smá notalegt... og þetta er svona 5 mínútur á hjóli(með bið á rauðum ljósum) í burtu frá mér. Ég vona að ég fái það. Í fyrramálið ætla ég svo að fara á lögregluuppboð og reyna að næla mér í hjól á góðu verði... bara verst að ég hef engann með góða rödd til að fara með mér.... því eins og flestir vita er ég ekki háværasta manneskja í heimi....
Ég verð svo ánægð ef ég næ þessum takmörkum mínum. Ég þarf nú líka að setja mér takmörk fyrir helgina um að lesa heilmikið.. úff...
Best ég fari að vinna í því núma.
Ciao!
Það eru svo margir búnir að spurja mig hvort ég sakni ekki Íslands. Ég verð nú eiginlega að svara því neitandi, en á sama tíma játandi.
Ég gæti skýrt það þannig að ég sakna fólksins en ekki lífsins.
Mér finnst svo frábært að vakna á morgnanna hérna og rölta út á strætóstoppistöð eða í metro á leiðinni í skólann. Ég bý í mjög notalegu hverfi og það er alltaf svo mikið líf. Það er svo þægilegt að taka strætó eða lest hvert sem maður fer... maður sest bara uppí og slappar af.. þarf ekki að hafa áhygjjur af umferð eða neinu...
Svo er líka svo skemmtileg stemmning hérna alltaf. Allir alltaf til í að gera eithvað skemmtilegt og fara á kaffihús og eithvað.. Þar hafiði það.
Ég setti mér takmörk fyrir þessa viku. Þau voru að ég ætti að sækja um vinnu og ég ætti að kaupa mér hjól. Ég er búin að standa við helminginn af þessu. Ég er búin að sækja um vinnu á 2 stöðum. Í ZARA og á Café Alma sem er á Islandsbryggju... þar er ekkert smá notalegt... og þetta er svona 5 mínútur á hjóli(með bið á rauðum ljósum) í burtu frá mér. Ég vona að ég fái það. Í fyrramálið ætla ég svo að fara á lögregluuppboð og reyna að næla mér í hjól á góðu verði... bara verst að ég hef engann með góða rödd til að fara með mér.... því eins og flestir vita er ég ekki háværasta manneskja í heimi....
Ég verð svo ánægð ef ég næ þessum takmörkum mínum. Ég þarf nú líka að setja mér takmörk fyrir helgina um að lesa heilmikið.. úff...
Best ég fari að vinna í því núma.
Ciao!
mánudagur, september 13, 2004
Hæbb
Þetta var bara ágætis helgi.... svona fyrsta helgin sem ég finn fyrir því að ég er í skóla:)
Á föstudaginn fór ég til Lotte... ein af þeim sem heimsótti mig til Íslands. Hún var að flytja inn á kollegie á Östebro og hélt svona smá house warming fyrir nokkra úr Oure. Það var svaka gaman að hitta þetta fólk aftur. Ég kíkti svo aðeins með Anne Marie til vina hennar og svo gisti ég bara hjá henni.Það er svo mikið vesen að fara heim frá Östebro á nóttunni. Ég verð að fara að kaupa mér hjól.
Laugardagurinn fór í það að lesa og svo um kvöldið fór ég á kagsaa til að hitta Tinnu og Auði. Við kíktum á kaffið og vöktum frameftir og kjöftuðum. Svaka kósið að koma aftur á fornar slóðir. Aftur varð ég að gista... vegna þess að það er mesta vesen að fara heim til mín... hjól hefði ekki einu sinni dugað... :)Ég fékk að vígja nýja svefnsófann hennar Tinnu! Svaka flottur. Íbúðin hennar Tinnu bara svakalega fín. og þau eru að koma sér vel fyrir. Strax bara orðið svaka homie hjá henni. Þegar ég kom heim í gær var bara ekkert annað í stöðunni en að kasta sér í lesturinn! Allur dagurinn fór í að lesa. Ég er svo búin að vera í skólanum í allan dag svo nú er ég alveg búin á því. Ég held að það verði stuttur dagur hjá mér á morgun svo að ég hef vonandi tíma til að hitta Tinnu og Auði og smella afmæliskossi á hana Tinnu.
Góða nótt
Þetta var bara ágætis helgi.... svona fyrsta helgin sem ég finn fyrir því að ég er í skóla:)
Á föstudaginn fór ég til Lotte... ein af þeim sem heimsótti mig til Íslands. Hún var að flytja inn á kollegie á Östebro og hélt svona smá house warming fyrir nokkra úr Oure. Það var svaka gaman að hitta þetta fólk aftur. Ég kíkti svo aðeins með Anne Marie til vina hennar og svo gisti ég bara hjá henni.Það er svo mikið vesen að fara heim frá Östebro á nóttunni. Ég verð að fara að kaupa mér hjól.
Laugardagurinn fór í það að lesa og svo um kvöldið fór ég á kagsaa til að hitta Tinnu og Auði. Við kíktum á kaffið og vöktum frameftir og kjöftuðum. Svaka kósið að koma aftur á fornar slóðir. Aftur varð ég að gista... vegna þess að það er mesta vesen að fara heim til mín... hjól hefði ekki einu sinni dugað... :)Ég fékk að vígja nýja svefnsófann hennar Tinnu! Svaka flottur. Íbúðin hennar Tinnu bara svakalega fín. og þau eru að koma sér vel fyrir. Strax bara orðið svaka homie hjá henni. Þegar ég kom heim í gær var bara ekkert annað í stöðunni en að kasta sér í lesturinn! Allur dagurinn fór í að lesa. Ég er svo búin að vera í skólanum í allan dag svo nú er ég alveg búin á því. Ég held að það verði stuttur dagur hjá mér á morgun svo að ég hef vonandi tíma til að hitta Tinnu og Auði og smella afmæliskossi á hana Tinnu.
Góða nótt
fimmtudagur, september 09, 2004
Jæja jæja jæja!
Ég er aftur orðin on-line.
Netið var eithvað að klikka... aðalega af því að ég var eithvað að reyna að breyta og laga... en það fór því miður á hinn veginn... hehe
Ég er bara á fullu í skólanum núna. Búin að fá hóp sem ég á að vinna verkefnið mitt. Þetta verkefni telur 60% af önninni þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég á eftir að vera mikið með þessu fólki. Ég tók svolítið aðra stefnu en ég hafði ímyndað mér. Ég er að fara að gera sálfræðiverkefni. Það var eitt verkefni sem var tengt sögu... sem ég hafði mikinn hug á að taka þátt í... en fólkið sem var búið að ákveða að vera í þeim hóp var ekki alveg að mínu skapi. Stundum sér maður bara alveg strax hvaða fólk er metnaðagjarnt og hvaða fólk er það ekki... mér leist ekki nógu vel á svo að ég endaði í hópi mjög kappsmikils fólks og við munum fara að éta í okkur helling af sálfræðibókum og skrifa nokkuð langa ritgerð sem við eigum að skila eftir 2 mánuði.
Ég er nú búin að vera að reyna að leita að ódýru hjóli... það hefur ekki gengið neitt svakalega vel. Ég verð bara að komast að því hvenær uppboðin eru. Ég verð að fá mér hjól. Vinkonur mínar eiga flestar heima í Kaupmannahöfn og það er svo leiðinlegt að þurfa alltaf að taka lest eða strætó....mikið fljótlegra að hjóla bara.Kaupmannahöfn er ekki svo stór svo að það tekur ekki svo langan tíma að fara á milli á hjóli.
Ég keypti mér árskort í SATS...sem er líkamsræktarstöðvakeðja. Ég get farið í SATS á öllum norðurlöndunum. Ég fór í einn geðveikt skemmtilegan fönk tíma í fyrradag og svo er ég búin að fara og æfa í tveimur stöðvum. Hér á Amager og í Östebro... það er eiginlega flottara á Östebro.... þið munið kannski eftir þessu... þetta er í Parken.
Á morgun er eithver vikingahátið í skolanum hjá mér og það verða einvherjir vikingaleikar. Ég ætla nú ekki að vera of lengi þar, því að ég er svo að fara í partí hjá Lotte sem var með mér í Oure.
Ég er búin að komast að því að það er ekkert mikið öðruvísi að vera í Kaupmannahöfn en að vera í Reykjavík. Ég er bara alltaf að hitta fólk óvart sem ég þekki. Fólk frá Oure og frá RUC(skólanum mínum)
Í dag t.d. hitti ég 3 úr Oure (þessir 3 voru ekki saman) og eina úr skólanum mínum og ég var í bænum í 2 tíma.
Jæja nú ætla ég að fara að hvíla mig eithvað...
Ég er aftur orðin on-line.
Netið var eithvað að klikka... aðalega af því að ég var eithvað að reyna að breyta og laga... en það fór því miður á hinn veginn... hehe
Ég er bara á fullu í skólanum núna. Búin að fá hóp sem ég á að vinna verkefnið mitt. Þetta verkefni telur 60% af önninni þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég á eftir að vera mikið með þessu fólki. Ég tók svolítið aðra stefnu en ég hafði ímyndað mér. Ég er að fara að gera sálfræðiverkefni. Það var eitt verkefni sem var tengt sögu... sem ég hafði mikinn hug á að taka þátt í... en fólkið sem var búið að ákveða að vera í þeim hóp var ekki alveg að mínu skapi. Stundum sér maður bara alveg strax hvaða fólk er metnaðagjarnt og hvaða fólk er það ekki... mér leist ekki nógu vel á svo að ég endaði í hópi mjög kappsmikils fólks og við munum fara að éta í okkur helling af sálfræðibókum og skrifa nokkuð langa ritgerð sem við eigum að skila eftir 2 mánuði.
Ég er nú búin að vera að reyna að leita að ódýru hjóli... það hefur ekki gengið neitt svakalega vel. Ég verð bara að komast að því hvenær uppboðin eru. Ég verð að fá mér hjól. Vinkonur mínar eiga flestar heima í Kaupmannahöfn og það er svo leiðinlegt að þurfa alltaf að taka lest eða strætó....mikið fljótlegra að hjóla bara.Kaupmannahöfn er ekki svo stór svo að það tekur ekki svo langan tíma að fara á milli á hjóli.
Ég keypti mér árskort í SATS...sem er líkamsræktarstöðvakeðja. Ég get farið í SATS á öllum norðurlöndunum. Ég fór í einn geðveikt skemmtilegan fönk tíma í fyrradag og svo er ég búin að fara og æfa í tveimur stöðvum. Hér á Amager og í Östebro... það er eiginlega flottara á Östebro.... þið munið kannski eftir þessu... þetta er í Parken.
Á morgun er eithver vikingahátið í skolanum hjá mér og það verða einvherjir vikingaleikar. Ég ætla nú ekki að vera of lengi þar, því að ég er svo að fara í partí hjá Lotte sem var með mér í Oure.
Ég er búin að komast að því að það er ekkert mikið öðruvísi að vera í Kaupmannahöfn en að vera í Reykjavík. Ég er bara alltaf að hitta fólk óvart sem ég þekki. Fólk frá Oure og frá RUC(skólanum mínum)
Í dag t.d. hitti ég 3 úr Oure (þessir 3 voru ekki saman) og eina úr skólanum mínum og ég var í bænum í 2 tíma.
Jæja nú ætla ég að fara að hvíla mig eithvað...
laugardagur, september 04, 2004
Hello!
Takk fyrir öll fallegu kommentin. Ég reyni að fylgjast með öllum bloggunum hjá ykkur öllum. Maður verður eithvað að reyna að fylgjast með.
Ég verð nú samt bara að játa það að ég ég er búin að kíkja á mbl einu sinni. Þannig að ég er ekkert að fylgjast vel með öllu sem er að gerast heima. Ég les frekar bara blöðin hérna í Danmörku, eða horfi á fréttirnar. Það er nú búið að vera mjög sorglegt að fylgjast með þeim síðustu daga vegna atburðanna í Rússlandi.
Ég kom heim úr ferðalaginu á fimmtudaginn. Alveg ROSALEGA þreytt! Það var alveg svakalega gaman og ég kynntist betur fullt af fólki. Við héldum áfram að fara í leiki. Það var einn fyrirlestur á dag og svo unnum við eitt verkefni. Okkur var skipt niður í nýja hópa. Við gerðum verkefnið saman og við vorum saman í liði í öllum leikjunum. Það var stigakeppni...svona yfir alla helgina og minn hópur vann! Við vorum svo dugleg að vinna leiki og soleiðis. Í verðlaun fengum við svo morgunmat í rúmið:)Eftir ferðalagið erum við öll (hópurinn) orðin nokkuð góðir vinir.
Bragi(bróðir minn) og Kristjana eru hérna í heimsókn hjá okkur. Svefnlausa ég fór með þeim í bæinn á fimmtudagskvöldið. Ég var mjög stolt af sjálfri mér að hafa vakað svona lengi. Í gær kíktum við í Christaniu. Það er bara ekki þessi sama stemmning þar lengur. Mér fannst ekkert varið í að fara þangað núna. Svo fór seinni partur dagsins og kvöldið í það að borða.
Við ætlum að kíkja á lífið á eftir. Ég held að valið standi á milli Park eða Vega. Er ekki búin að ákveða.
Ég veit það á morgun.
Takk fyrir öll fallegu kommentin. Ég reyni að fylgjast með öllum bloggunum hjá ykkur öllum. Maður verður eithvað að reyna að fylgjast með.
Ég verð nú samt bara að játa það að ég ég er búin að kíkja á mbl einu sinni. Þannig að ég er ekkert að fylgjast vel með öllu sem er að gerast heima. Ég les frekar bara blöðin hérna í Danmörku, eða horfi á fréttirnar. Það er nú búið að vera mjög sorglegt að fylgjast með þeim síðustu daga vegna atburðanna í Rússlandi.
Ég kom heim úr ferðalaginu á fimmtudaginn. Alveg ROSALEGA þreytt! Það var alveg svakalega gaman og ég kynntist betur fullt af fólki. Við héldum áfram að fara í leiki. Það var einn fyrirlestur á dag og svo unnum við eitt verkefni. Okkur var skipt niður í nýja hópa. Við gerðum verkefnið saman og við vorum saman í liði í öllum leikjunum. Það var stigakeppni...svona yfir alla helgina og minn hópur vann! Við vorum svo dugleg að vinna leiki og soleiðis. Í verðlaun fengum við svo morgunmat í rúmið:)Eftir ferðalagið erum við öll (hópurinn) orðin nokkuð góðir vinir.
Bragi(bróðir minn) og Kristjana eru hérna í heimsókn hjá okkur. Svefnlausa ég fór með þeim í bæinn á fimmtudagskvöldið. Ég var mjög stolt af sjálfri mér að hafa vakað svona lengi. Í gær kíktum við í Christaniu. Það er bara ekki þessi sama stemmning þar lengur. Mér fannst ekkert varið í að fara þangað núna. Svo fór seinni partur dagsins og kvöldið í það að borða.
Við ætlum að kíkja á lífið á eftir. Ég held að valið standi á milli Park eða Vega. Er ekki búin að ákveða.
Ég veit það á morgun.