Jæja jæja!
Nú fer ég að verða ánægð með síðuna mína. Ég er komin með gestabók og svo er ég búin að setja inn nokkrar myndir. Aldrei að vita nema ég setji fleiri inn um helgina. Það er loksins komin ADSL tenging heim til mín.... sem er náttlega bara nauðsyn. Ég setti þetta upp í gær, fékk smá hjálp hjá Rafnari sæta. Þvílíkur munur!
Ég á afmæli eftir nokkra daga eða 20. janúar og þá verð ég 21 árs! Ég verð að fara að fjárfesta í hrukkukremi.... Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann... eða eithvað á þessa leið.
Eftir vinnu í dag fer á Kristu og læt meta á mér hárið hvort að það sé hæft til sýningar... Já hún Systa er eithvað að plögga þessu. Það verður einvher geðveik hársýning næsta föstudag og umm að gera að fylgjast með hártískunni!
Svo eftir það þá fer ég til hennar Gerðar sem var rekstrarstjóri Kaffi Perlu. Hún er að hætta í Perlunni og býður heim nokkrum uppáhaldsstarfsmönnum. Æ hún er svo góð.
Mér leikur forvitnin á að vita hvða hún Guðrún Ösp ætlar að gera í tilefni af afmælisdeginum okkar??? Það kemur allt í ljós.
Alla vega þá ætla ég að hætta þessu blaðri í bili... ég er búin að vaða úr einu í annað og veit þið mínir fjölmörgu lesendur eruð orðin rosalega þreytt á þessu bulli.
sæl að sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli