fimmtudagur, janúar 22, 2004

Hej!
Afmælisdagurinn minn var bara alveg ágætur!
Það komu einhverjir gestir og ég fékk nokkrara gjafir... þetta var s.s. bara mjög fínt.
Í gær þá var svona æfing fyrir föstudaginn. Við vorum að æfa okkur á catwalkinu. Það er bara skrítið hvað maður verður geðveikt usikker þegar maður er að labba sona... alla vega ég.
Æfingin byrjaði kl. 7 á NASA og ég var búin að vinna kl. 6 svo að ég settist bara ein á Kaffibarinn. Stelpurnar hringdu og þegar ég sagði þeim að ég væri ein á kaffihúsi þá heyrðist: HA?!! ertu ein? Þær voru voðalega hissa á því að ég mundi þora að vera ein á kaffihúsi.
Mér finnst alveg ágætt að vera ein á kaffihúsi og skoða blað. Ég geri þetta einstöku sinnum í hádeginu. Ætli ég sé eithvað skrítin? Nei ég vil ekki trúa því.
Ég fékk afmælisgjöf frá Rafnari í gær. ALveg geðveikt flott D&G úr! Það er geðveikt flott og ég er ótrúlega ánægð með það.
Kan I ha' det godt!
Farvelos

Engin ummæli: