fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Það var svoi gaman í hádeginu mínu í dag. Ég var ekki ein niðri á kaffistofu með skyrið mitt og hrökkbrauðið! Ég fór með henni Guðrúnu Birnu á Sólon og við fengum okkur súpu dagsins í hádegismat.... ummm
Vá hvað það lífgar upp á daginn að hafa einhvern til að tala við meðan maður er að borða. Þá hættir maður líka alveg að hugsa um stöðumælasektir á meðan.
Ég hvet alla til þess að hafa samband við mig og hitta mig svona í hádeginu. Það er líka í raun og veru eiginlega eini tíminn sem ég hef til að hitta fólk. Nú þegar það er kominn 20. nóvember ér ég komin með 40 yfirvinnutíma hjá Bílastæðasjóði, búin að vinna 12 tíma hjá landsteinum, búin að vinna slatta hjá Perlunni og eithvað líka hjá félagsþjónustu Kópavogs.... reyndar ekki mikið.
Á þessu má sjá að ég á ekki mikið líf.
Vá hvað þetta er leiðinleg grein.
Eníveis, ég hafði ekkert annað að segja í dag, orðin eithvða heilalaus af mikilli vinnu, nú þegar vinnuvikan er næstum á enda...

Engin ummæli: