þriðjudagur, janúar 20, 2004

Ég á afmæli í dag og er orðin 21 árs!!!
Takk fyrir öll "til hamingju" sms-in!
Annars finn ég ekki svo mikla breytingu á mér. Vaknaði bara ósköp venjulega í morgun við það að Depill var að sleikja mig í framan og óska mér til hamingju með daginn.
Svo söng systir mín með sinni fögru morgunrödd.....uhum.
Svo fór ég í vinnuna.
En dagurinn er ekki búinn.
Í kvöld kemur eithvð fólk í kaffi. Mömmu finnst svo gaman að baka og bjóða gestum.
Ég fæ líka afmælisgjöf frá mömmu og pabba á eftir.
spennandi!

Engin ummæli: